sunnudagur, apríl 19, 2009

900.færsla.þvottur

Ég er búin að vera að þvo í allan dag. Settum samtals í 8 vélar. Og, þetta eru extra stórar vélar. Um helmingurinn er ennþá í þurrkara. Stuð. Ég er farin að halda að við Einar eigum of mikið af fötum. Fyrst við gátum látið svona mikinn óhreinan þvott safnast saman án þess að vera komin á vonarvöl í fatamálum. Samt finnst mér ég sko alveg þurfa fleiri föt... er alltaf í sömu fötunum. Ef ég á að segja alveg eins og er þá hefur mig samt oft vantað meira föt en núna. Málið er að ég keypti heilan helling af fötum í útlandaferðunum mínum síðasta sumar. Nóg til að endast út veturinn. Og síðan hef ég ekki keypt mér NEITT. Þetta er svolítið sniðugt að gera þetta svona. Fyrir utan það að núna eru flest fötin mín orðin svolítið lúin. Þyrfti helst að komast aftur í H&M:) Eeeen nei. Verð bara að... veit ekki... Myndi segja að ég þyrfti bara að fara að sauma mér föt, en mér finnst efni bara rándýr. Auk þess sem ég kann lítið að sauma. Jæja, þarf að fara að halda áfram að brjóta saman þvott. Ætla bara aðeins að fara í tölvuleik fyrst.

7 ummæli:

Eyrún Eva sagði...

Eins gott að ég kom ekki aðeins fyrr niður í þvottahús, þá hefði ég blótað því í sand og ösku að allar vélarnar hefðu verið uppteknar! Svona er ég, blótandi yfir fullum vélum og panta samt eiginlega aldrei tíma sjálf.... Úps. hehe

Regnhlif sagði...

við pöntum aldrei heldur:) En pössum samt að taka ekki allar vélarnar ef eitthvað er pantað...:)
En ég blóta líka ef allt er fullt.

SigrunSt sagði...

heheh ég elska tvättstugor (þvottahús) minnir mig á að búa í stúdentaíbúð mmm og heilir dagar í stríð við nágrannana sem stela þvottatímanum manns nú eða eru brjál útí mann sjálfan fyrir að gleyma þvottinum sínum of lengi...good times good times...

Eyrún Eva sagði...

Hahaha! Ég fékk sjokk þegar ég kom niður í þvottahús í gær. Einhver var búinn að hengja upp miða (stílabókarblað) á hurðina í æsingi/pirringi sínum og búinn að skrifa á það að fólk ætti að drullast til að panta tíma! ;) Hehehe

Regnhlif sagði...

Vó. Vona að þessi manneskja hafi ekki lesið bloggið mitt.

Mér finnst, æi, ekkert að maður eigi eitthvað að vera að panta tíma. Ég meina, fólk getur pantað tíma ef það þarf að þvo á einhverjum ákveðnum tíma, en ég sé ekki hvað er að því að grípa lausar vélar þó að maður hafi ekki pantað tíma, svo lengi sem maður passar að taka ekki pantaðar vélar.

Hins vegar finnst mér erfitt, þegar e-r hefur pantað kannski tvær vélar að vita hvort þessi er þegar búinn að setja í vél þegar ég kem eða hvort maður þarf að passa vel og vandlega að það séu tvær lausar vélar út tímann sem þessi pantaði.
Þetta var einfaldara þegar ég bjó í 20, þar eru bara tvær vélar svo að ef þær voru pantaðar þá þvoði maður bara ekkert. Þar pantaði ég líka alltaf ef ég ætlaði að þvo. En hér þarf ég að fara niður sex hæðir og nenni ekki að fara niður bara til að panta:) Auk þess sem það eru langoftast einhverjar vélar lausar þegar ég ætla að þvo.

Eyrún sagði...

Nákvæmlega, ég skil þetta kerfi ekki - allavega er mjög erfitt að sjá hvort einhver er búinn að setja í vél. Það þyrfti að vera númer fyrir framan og svo setti maður íbúðarnúmerið sitt við nr. á þvottavélinni. Eða maður krossaði við "fyrrum" pöntun sína þegar maður væri búinn að setja í vélina. Ekki flókið það og þá gætum við séð hvort hinar vélarnar væru í raun lausar. Það myndi skýra málið svo 100 sinnum betur.

Mér finnst einmitt líka svo undarlegt hvað hvað það er eiginlega alltaf laust þegar maður fer að þvo. Það býr alveg slatti af fólki í húsinu okkar!

Regnhlif sagði...

Já, það búa alveg ótrúlega margir þarna, hlýtur að vera.

En mér finnst þetta mjög sniðug hugmynd hjá þér. T.d. að krossa yfir þegar maður er búinn að setja í vélina. Oh. Búðu til miða um þetta og hengdu upp:) hehe.