laugardagur, maí 02, 2009

903.færsla. Konan sem gekk á hurðir

Ég er orðin voða þreytt á klaufaskapnum í mér. Hversu lélegur í að greina fjarlægðir er hægt að vera?

Í gærkvöldi ætlaði ég að hlaupa inn á bað að sækja mér tannþráð en ætlaði á leiðinni að henda tannstöngli í ruslið. Eins furðulegt og það hljómar var ég að flýta mér rosa því að ég vildi ekki missa af eðalþættinum „The GAME“. Ég beygði mig greinilega fram til að henda í ruslið og hljóp af stað áður en ég var almennilega upp risin, og af því að ég er ég, þá misreiknaði ég fjarlægðina frá ruslinu að dyrakarminum allverulega sem olli því að ég slengdi andlitinu á mér af öllu afli í dyrakarminn Sjæt. Ég fékk þvílíkt sjokk. Var mjög hissa á því að gleraugun skyldu ekki brotna. Fór að grenja. Leit síðan í spegil og sá að það hafði komið blóð svo að ég fór að grenja aðeins meira.

Hér er mynd sem ég tók til að sýna krambúleringuna. Verð samt að segja að innbyggða tölvumyndavélin gerir þessu alls ekki góð skil. Sýnir til dæmis nær ekkert neðstu rispuna, né heldur marið sem mótar fyrir á enninu. (Sorgin sést hins vegar vel)


Hér er ég að hugsa „Ó guð minn, af hverju ég, af hverju?!!!“:


Og hér er ég flóttaleg að athuga hvort nokkur hér í Gimli taki eftir því sem ég er að gera:

9 ummæli:

Fríða sagði...

Hlíf! Passaðu þig! En hérna... stundum getur svona nú verið einkenni á því að sjónin sé ekki í lagi. Sem getur nú varla verið í þínu tilfelli því þú hlýtur að hafa látið tékka á því úr því þú ert með gleraugu.

Regnhlif sagði...

Það voru einmitt gleraugun sem gerðu mesta skaðann, eða kannski hlífðu þau eitthvað. En já, sjónin er náttúrulega ekki í lagi en gleraugun eiga nú að laga það.

ella sagði...

Innbyggða tölvumyndavélin gerir sér augljóslega alls ekki grein fyrir alvöru málsins.
Hefur annars enginn bent þér á að það er svolítið þreytt að segjast hafa gengið á hurð? Ég held að það gildi alveg eins fyrir dyrakarm sem ég geng út frá að þú hafir verið að meina þegar þú segir dyrakamar?

Regnhlif sagði...

ég hlýt bara að hafa verið að meina "dyrakarmur". Mér sem fannst "dyrakamar" alveg eðlilegt orð. Skrifaði það meira að segja tvisvar. Kannski hefur heilinn ruglast eitthvað aðeins við höggið.

Nafnlaus sagði...

Elsku Hlíf!! Klaufi klaufi... Vonandi hlýturðu ekki varanlegan skaða af! Er annars ekki hægt að fá e.k. greiningu á svona rýmisgreindarskerðingu? :)
-Gyða

Nafnlaus sagði...

Já, af hverju þú, af hverju alltaf þú?

Einar Freyr

Regnhlif sagði...

Einar, ertu að reyna að verða grunsamlegri en þú þegar ert?

Valdís sagði...

Þetta minnir mig á þegar ég gekk á ljósastaurinn um árið og fékk glóðarauga á bæði :( Var að vinna í búð á þeim tíma og það var heldur betur glápt á mig!

Nafnlaus sagði...

Ég held ég gangi á dyrakamar, held ég gangi á dyrakamar.....