910.færsla. Eurovision!
Vei! We are the winners, of Eurovision. Næstum því allavega!
Annað sætið! Í alvöru? Fyrst, þegar fyrstu tvö löndin höfðu gefið stig og við vorum ekki einu sinni á blaði, þá hélt ég að enn einu sinni myndum við verða fyrir vonbrigðum ... fá kannski nokkur stig frá nokkrum þjóðum, EN svo bara hrúguðust stigin á okkur og við vorum komin í annað sætið fyrr en varði! Svei mér:) Öskraði þegar við fengum fyrstu 12 stigin. Vildi reyndar svo óheppilega til að ég hélt þá á litlum 3 mánaða bróðursyni Jóhönnu Guðrúnar sem leist ekkert á lætin og virtist reyndar frekar ósnortinn af frammistöðu frænku sinnar;)
Rosalega gaman í gær.
En vá hvað niðurstöðurnar komu mér á óvart að mörgu leyti. Í fyrsta lagi datt mér ekki í hug að Noregur myndi vinna með þvílíkum yfirburðum. Var alltaf viss um að þeir myndu lenda í einu af þremur efstu sætunum, en ég hélt að þetta yrði jafnari keppni.
Svo var ég ALVEG SANNFÆRÐ um að Grikkland og Tyrkland yrðu líka í þremur efstu sætunum. Bara enginn efi. En hvað gerðist: Ísland! varð í öðru sæti. Og Aserbaídsjan í því þriðja. Verð að segja að ég er mjööög hissa á því. Og Bretland í 5 sæti, en bjóst við því að það yrði mun lægra. Svo var sérstakt (en ánægjulegt) að Eistland skyldi lenda í 6 sæti, meira að segja ofar heldur en Sakis!
Löndin sem ég spáði í 4.-6. sæti (Spánn, Portúgal, Albanía) voru hvergi nærri þessum sætum:) Hélt reyndar að Portúgal yrði svona sörpræse lagið sem myndi fá miklu fleiri stig heldur en fólk bjóst við, en ég held eiginlega að það hafi bara verið Ísland.
Ég hefði viljað sjá þessi lönd hærra (sum mun hærra) í töflunni:
Spán (síðasta sæti...? Greyin. Mér fannst þetta fínt hjá þeim. En held samt að flutningurinn á sviðinu hafi ekki alveg náð til fólks. Kannski er ekki alltaf best að vera síðastur),
Albaníu (17. sæti). Eitt af bestu lögunum að mínu mati. Alveg burtséð frá grænum mönnum. Fannst það allt í lagi.
Úkraínu (12. sæti). Haha. Eitt af bestu lögunum líka. En fólkið í partýinu sem ég var í virtist ekki skilja snilldina í þessu lagi. Ég stend föst á því að þetta hafi verið djók, en fólk var ekki að kaupa það... ! Mér fannst þetta allaveg mjög fyndið.
Svo hefðu Armenía og Bosnía líka mátt lenda ofar (10. og 9. sæti) en svosem allt í góðu að vera í topp 10.
Neðar hefðu alveg endilega mátt lenda: Aserbaídsjan! AF HVERJU KOMST ÞAÐ SVONA HÁTT!!? Og Bretland og Frakkland. Svosem ekkert hræðileg lög samt. Fannst þau bara ekki eiga að vera í topp 10. Svo lýsti franska söngkonan þessu sem vonbrigðum. Mér finnst hún megi bara sátt við una (og rúmlega það).
En það var mjög gaman að þetta skyldi ekki fara alveg eins og ég hélt:)
Til hamingju Jóhanna og íslenski hópurinn. Stóðuð ykkur mjög vel!
Svo er það bara NOREGUR Á NÆSTA ÁRI!!!
Ísland varð líka efst úr undankeppninni! Vá!
2 ummæli:
Þóra fer í það að kaupa miðana. Noregur 2010, TROMSÖ 2010 eins og þóra orðaði það.
Heija Norge!! (veit ekki hvernig maður á að skrifa þetta)
Skrifa ummæli