miðvikudagur, maí 20, 2009

913.færsla. Sól

Haldið þið ekki að mér hafi tekist að brenna á þessu brölti mínu með tölvuna úti á svölum í gær? Jú. Ég sem var svo stutt... en raunar sat ég líka stund úti í hádeginu og labbaði á kóræfingu, en mér er alveg sama, ég trúi ekki að ég hafi brunnið! Þess vegna bar ég á mig sólarvörn áður en ég fór af stað í morgun. Og líður þess vegna rosavel, því að það er eins og ég sé í útlöndum. Mmmm. Útlandalykt. Sjett hvað mig langar til útlanda. Jafnvel þó að veðrið sé gott hér núna. Þó ekki eins mikil sól og í gær.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hei ég veit, koddu til Danmerkur í júní ;)

-Gyða

Regnhlif sagði...

Það væri nú ekki leiðinlegt. En nei

gerdur sagði...

Já þeim er misskipt gæðunum! Ég er í 30 stiga hita í útlöndum og væri alveg til í svalann heima á Íslandi :)

Nafnlaus sagði...

Sjitturinn titturinn. Húðin á mér er allt öðruvísi en venjulega. Er eitthvað undarlega flekkótt eftir sund í sólinni í dag og með fyrstu freknurnar á nefinu og í kring sem ég hef fengið á ævinni. Sólarexemið er líka óvenju slæmt. Hef grun um að óléttuhormón séu eitthvað að stríða mér.

Merkilegt að vera með frekar dökka hún og fá samt sólarexem. Pabbi fær svona líka og hann er nú kúkabrúnni en ég.

Þannig ég er líka með sólarvörn og ilma eins og útlönd. Eða ekki af því að lyktinni af lífrænu sólarvörinni er alls ekkert svipuð lyktinni af sólarvörninni sem ég notaði áður. Eiginlega minnir lyktin af þessari sólarvörn mig bara á sjmpóið mitt sem er líka lífrænt og frá sama merki.

En nóg af þvaðri. Best að geyma það fyrir ritgerðina.

dr

Nafnlaus sagði...

Dísús, hvað það er mikið af innsláttarvillum:

dökka húð ekki dökka hún
lyktin af lífrænu ekki lyktinni
sjampóið ekki sjmpóið

yfir og út
dr

Regnhlif sagði...

Gebba oh. Það er samt búið að vera yndislegt veður hér í ca. viku:)

dr: ég sá ekkert af þessum innsláttarvillum þegar ég las kommentið. Já, ég hefði haldið að húð eins og mín væri líklegri en þín húð til að fá sólarexem. Enda hef ég sjálf fengið það (en bara ca. þrisvar sinnum á ævinni). Það hefði annars verið gaman að hitta ykkur stúlkur ofan í lauginni í gær, frekar en í búningsklefanum:)