mánudagur, júní 15, 2009

915.færsla. Sumar

Goddag. Nu skal jeg blogge igen. Jahh. Hvorfår har jeg vågned op dansk i dag? En talandi um að vakna, ég vaknaði bara nokkuð snemma í morgun. Mætt klukkan hálfníu, hvorki meira né minna, klapp klapp fyrir mér. Það er allt full hér af stressuðu fólki á leið í próf. Greyið það. He he.

Ég er ekki búin að blogga ógjó lengi. Fyrst fékk ég svínaflensu, nei, ég meina bara venjulega flensu. Og hóstaði og hóstaði eins og hálfviti í tæpar tvær vikur og er reyndar enn að hósta pínu smá. Rétt áður en ég fékk röddina aftur fór ég í kórferð í Mývatnssveitina (sjáið þið hvað ég er dugleg að segja ekki „á Mývatn“, það má maður víst ekki, því að þá heldur fók (sumt) að maður hafi barasta verið úti á vatninu ha. Mér finnst samt mun eðlilegra að tala um svæðið allt sem Mývatn, og af hverju má maður það ekki alveg eins og maður talar um „bústað á Laugarvatni“ og samt heldur enginn að bústaðurinn sé úti á miðju vatninu, eftir því sem ég best veit). Það mátti ekki tæpar standa, ég gat rétt farið að syngja fyrsta daginn sem var æft. Det var meget sjovt. Det var det. Maður söng bara og söng og fór svo í Jarðböðin þarna. Við höfðum nefnilega svona aðgangskort þangað svo að við gátum farið aftur og aftur (sem sagt, fórum þrisvar). Svo voru lopapeysutónleikar á föstudaginn í Dimmuborgum, meget flott, og líka tónleikar á sunnudaginn også flott.

Og svo hvarf bara ein vinnuvika eins og þjófur um nótt. Eða dögg fyrir sólu. Og svo kom bara aftur helgi. Ótrúlegt! Svo fórum við Einar í bústað með foreldrum hans og Svövu systur hans. Det var også meget degligt. Det har været et meget sjovt og dejligt sommer. Selvom det er lige begynt. Fyrir utan reyndar tveggja vikna ógeðs hóstakastið. Oj. Men annars: very huggulegt forhelvede man. Er bara mj. ánægð þessa dagana.

Sumar, já takk.

4 ummæli:

Fríða sagði...

Ég verð alltaf svo glöð þegar ég sé hvernig þú skrifar íslenskuna :) hahaha

ella sagði...

Hvílíkt tungumálaséní!

Regnhlif sagði...

Ég veit ekkert hvað þið eruð að tala um

Nafnlaus sagði...

Farðu nú að blogga :)

Einar