916. færsla. Ja svei
mér þá. Ég blogga bara aldrei.
En það er ekki vegna skorts á umræðuefni sko. Nóg búið að vera að gerast. Samt finnst mér ég ekki hafa gert svo mikið. Samt er ég alltaf að gera eitthvað.
Nokkur brot síðan ég bloggaði síðast:
Vinnumatarboð hjá Antoni. Very nice tandúríkjúklingur. Endaði á karókíbar.
Útskriftardagurinn mikli. Eða þannig sko. Ása og Erla með ústkriftarveislur sem entust frá því klukkan tvö um daginn þangað til ... seint um nóttina. Very nice. Mig minnir að ég hafi farið í bæinn en ég man það samt ekki.
Bíltúrsdagur okkar Einars. Fórum á Gljúfrastein og hittum eina af íslensku Ástunum. Fórum í Reykholt. Skoðuðum Deildartunguhver. Komum við á Akranesi á Írskum dögum, eða keyrðum bara framhjá sko. Fórum í bæinn og borðuðum heima á Lyngó með flestum systkinum pabba og sumum öðrum ættingjum.
Afi dó. Það var nú, og er, skrambi leiðinlegt. Afi var góður. En þetta er víst gangur lífsins. Afi var, skilst mér, fyrsti Íslendingurinn nú á seinni tímum til að vera jarðaður í "lífrænni" kistu, sem var ekkert lökkuð, og ekki með neinum málmhlutum, ekki einu sinni nöglum. Bara hreinn viður. Af-skap-leg-a fallegt. Og svo skreytti hún Ella frænka hana alveg hreint ótrúlega fallega, með mosa, lyngi og fleiri íslenskum jurtum, og þetta var bara óviðjafnanlegt. Verð að setja mynd af þessu seinna Já. Fallegur dagur og falleg athöfn. Svo var náttúrulega erfidrykkja, og gaman að hitta alla ættingjana þó að tilefnið hafi ekki verið beinlínis gleðilegt.
Ég fór vestur á Súgandafjörð, á Kvíanesið. Fór með mömmu, Önnu, krökkunum hennar og svo kom Siggi þangað í smá stund. Mjög fín ferð bara. Þetta er alveg hreint yndilslegur staður. Óhemju fallegur, að mínu mati. Brött fjöll, þröngur og oftast kyrr fjörður, gróðursæl hlíðin á móti. Lækurinn, og húsið sjálft sem er nú kapítuli út af fyrir sig. Eeeldgamalt. Ekkert rafmagn. Ekkert heitt vatn. Skítakalt fyrstu næturnar, síðan fínt. Vorum ótrúlega heppin með veður. Lá til dæmis heilan dag í sólbaði á nærfötunum á pallinum. Þægilegt að vera einn í heiminum. Svo fórum við í sund og á hvíta strönd og inn á Ísafjörð og inn á Suðureyri (man ekkert hvort maður á að segja "inn á" eða "út á") og á stað sem heitir Staður (hehe) þar sem langafi minn var prestur. Og borðuðum voða mikið.
Viðeyjarferð. Í fyrradag skelltum við Einar okkur til Viðeyjar, því að hann hafði aldrei komið þangað og ég ekki í mjög mörg ár. Það var ljómandi skemmtilegt. Þrömmuðum um eyna, skoðuðum minjar og borðuðum vöfflur. Fengum svo systur hans Einars í smá grillmat. Fórum svo í gær aftur! í Reykholt þar sem kórinn hans pabba var að syngja á Reykholtshátíð.
Svo fór ég eina helgina í brúðkaup á Þingvöllum, daginn eða tveimur dögum eftir brunann í Valhöll. Það var yndislegt alveg hreint. Dásamlegt útlandaveður. Og sem betur fer átti veislan sko ekkert að vera í Valhöll, heldur var hún bara í bænum.
Daginn áður hafði verið fjölskyldugrillveisla á pallinum hjá Önnu og Bóa, í tilefni af afmælinu hans Sigga bró. Sjitt hvað það var æðislegt. Steikjandi sól, grill, pottur, matur, hvítvínssötur allan daginn og náttúrulega mín elskulega nánasta fjölskylda. Very nice.
Og svo ... man ég ekki hvað ég er búin að gera meira.
Fyrir utan það - að - við Einar erum sko að fara að flytja! (bandstrikin eru fyrir dramatískar þagnir). Jábbs. Erum bara að fara að leigja á almennum markaði... saman. Það er sko mikil vinna að leita að íbúð sem er á réttu verði og uppfyllir svona helstu skilyrði. En það er samt alveg ómögulegt að finna fullkomna íbúð sýnist mér. Eeen spennó. Að flytja í meira en 36 fm. Jess.
Vúff. Ég er alveg búin að gubba þessu út úr mér. Fyrir utan eina klósópásu og aðra símapásu.
Uppdeit: Gleymdi alveg að segja frá afmælinu hennar Kristínar og Helgu sem var á föstudaginn. Og þann dag fór ég líka í afmæli til Adda bróður.
6 ummæli:
Það er gott að fá upplýsingar um pásur í bloggskrifum.
Já, mér datt einmitt í hug að fólk væri áhugasamt um þetta.
Vá! Flytja? En spennandi! Til hamingju með það! :)
Gyða
Vá, hvað þú ert búin að gera mikið kona. Allt nema hitta flottustu bumbuna í bænum. Vona að við sjáumst við tækifæri.
dr
Það er mörgu að sinna á stórum heimilum.
uss afmæli já... það er mikilvægast! :Þ
Annars hlakka ég mjög til að sjá skrifstofuna ykkar!! (og auðvitað restina af íbúðinni).
Kristín
Skrifa ummæli