fimmtudagur, september 24, 2009

926.færsla. Hvernig á að búa óvart til spænskan þjóðarrétt?

Í gær ætluðum við Einar að hafa mexíkóska pakkasúpu í matinn. Til að drýgja og bragðbæta ákvað ég að bæta fersku grænmeti út í hana. Þetta gerði ég: setti dós af niðursoðnum tómötum í skál, einn lauk, einn ferskan tómat og tvö hvítlauksrif. Og maukaði þetta með töfrasprota. Þegar ég smakkaði þetta fannst mér allt of sterkt hvítlauks/laukbragð af þessu svo mér datt í hug að þynna þetta með eins og hálfri maukaðri gúrku. Þegar gúrkan var komin út í tómatlaukmaukið smakkaði ég þetta. Og komst mér til þónokkurrar undrunar að því að ég hafði, algjörlega óvart, búið til gazpacho. Sver það, nákvæmlega eins á bragðið.

(Tek það fram að á þessari stundu var pakkasúpan ekki komin saman við. Þegar hún var komin þá hætti þetta algjörlega að vera gazpacho, enda er gaspacho kalt)

5 ummæli:

Fríða sagði...

:) gaman að því. Nú ætla ég að gá hvort mér takist óvart að búa til chili... það er bara það að ég hef ekkert vit á chili þannig að það er ekki víst að það uppgötvist ef ég skyldi slysast til að búa til þannig

ella sagði...

Allt er breytingum háð.

Nafnlaus sagði...

http://www.apartmenttherapy.com/chicago/tips/found-diy-bows-from-magazines-maps-097872?image_id=792379

Mer finnst tetta vera eitthvad fyrir tig, vard bara ad benda ter a tetta.

Kv Tora

Regnhlif sagði...

Þetta er ógjó töff. Takk!

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega það sem ég var að hugsa - gazpacho!!! Mmmm....langt síðan ég hef fengið solllleis.
La vieja.