927.færsla. En þeir eru voða lítið heima á nóttunni
Guð, ég verð að segja ykkur í hverju við Einar lentum í gær. Það var svo fyndið. OMG.
Fyrst að því ófyndna. Við erum aftur að leita okkur að húsnæði. Leigusalinn gerði sér lítið fyrir og seldi íbúðina mánuði eftir að við fluttum inn. Ég þarf ekki að taka það fram að við erum brjáluð! Fokill. En hvað um það, við þurfum sem sagt að finna okkur íbúð, aftur.
Í gær fengum við að skoða íbúð á Klapparstígnum. Mér þótti lýsingin hljóma nokkuð vel bara:
70 fm. þriggja herbergja íbúð (jafnstór og við erum í núna). 90.000 kr. á mánuði og hiti og rafmagn innifalið (ódýrara en við erum í núna). Og lýsingin á íbúðinni: "Íbúðin er mjög hlýleg og vel með farin á besta stað í hjarta borgarinnar. Stutt í alla þjónustu."
Þetta er svo súrrealískt að ég get varla sagt frá þessu.
Við komum að húsinu og höfðum strax efasemdir. Þetta er nefnilega eldgamalt lítið hús sem ber það með sér að hafa verið eitthvað annað en íbúðarhús, og er í frekar mikilli niðurníðslu. Við hliðina á því hafði greinilega verið hús sem var búið að rífa.
Eeeeen við fórum inn. Þar var gaurinn sem er að sýna íbúðina. Ungur vatnsgreiddur gaur. Og nokkrar 101-rottur í sömu erindagjörðum og við Einar. Og þar sá maður "hlýlegu og vel með förnu íbúðina" - NOT - Verr útlítandi íbúð hef ég ALDREI séð. Held að þar hafi skipt mestu að á einum veggnum, ég tek það fram: INNI Í ÍBÚÐINNI, var ógeðslegt veggjakrot. Ekki ímynda ykkur að þetta hafi verið einhver artí mynd: nei, þetta var bara krot. Ekki einu sinni stafir. Ég endurtek: þetta var inni í íbúðinni. Veggir og gólf ógeðslegt. Þar fyrir utan var ekkert í íbúðinni. Engir veggir, bara eitt rými (þar af leiðandi augljóslega ekki þrjú herbergi). Og einhverjir hrörlegir beddar út um allt. Þegar við komum inn var stelpa sem var að skoða íbúðina í frekar æstu samtali við leigusalann.
Hún: "Bíddu, fyrirgefðu, HVAÐ ERTU AÐ MEINA?"
Hann: "Já, ég skal bara útskýra þetta AFTUR!"
Hann: "Þetta er sem sagt hugsað fyrir þriggja manna fjölskyldu. Þetta er hugsað sem leiga á þremur rúmum, sem sagt, 30.000 kall á mann. Samtals 90.000"
[Beddarnir sem lágu hist og her = 30.000 kr. rúm!!! (ég gleymdi að nefna að húsgögn áttu að vera innifalin. Fyrir utan beddana var ekkert)]
Hann heldur áfram: "Já, fyrir í íbúðinni eru fjórir kínverjar [hahahahahaha], en það er mjög þægilegt að þeir vinna á nóttunni og eru þess vegna voða lítið heima á nóttunni!!!"
Hún: "ERTU AÐ SEGJA AÐ MAÐUR EIGI AÐ DEILA "ÍBÚÐINNI" MEÐ FJÓRUM KÍNVERJUM!!! FYRIR 90.000 KR. Á MÁNUÐI??? ER EKKI Í LAGI MEÐ ÞIG!!!!!!!"
Hann: "Vertu nú alveg róleg, þessi íbúð hefur ýmsa kosti, það er til dæmis rosalega góð eldunaraðstaða þarna í horninu!"
Hún [horfir í hornið]: "Þetta!? E ÞETTA eldhúsið???" [ísskápur og eldavél upp við vegg, engin innrétting, ekkert]
Hún: Er ekki einu sinni VASKUR?"
Hann [frekar hneykslaður á heimsku hennar, að því er virtist]: "Nei, það er nú svolítið erfitt að hafa vask þegar það er ekki rennandi vatn í húsinu!!"
[ahahahahahahahahaha. DÖHH. Fjórir Kínverjar, gamlir beddar, OG EKKERT RENNANDI VATN. Rosalega fín eldunaraðstaða]
Hún [sífellt reiðari]: Er ekki vatn?????? Hvað gera Kínverjarnir? Þetta er ekki löglegt ...
Hann: "Jah, fólk hefur nú nýtt sér sundlaugarnar hérna í nágrenninu!"
Við og 101-rotturnar horfumst í augu og göngum út.
Ég er ekki að grínast .... Ég kemst ekki yfir þetta. Ég bíð eftir því að einhver segi mér að þetta hafi verið falin myndavél. Ósvífnin í gaurnum. "Hlýleg og vel með farin íbúð".
Ég get ekki hætt að hlæja inni í mér. "Það er nú erfitt að hafa vask þegar það er ekki rennandi vatn í íbúðinni!" Hahahahahaha.
26 ummæli:
Vá þetta er ein magnaðasta húsnæðissaga sem ég hef heyrt!
ég veit! Þegar ég vaknaði í morgun þá fannst mér að mér hlyti að hafa dreymt þetta.
ég meina, mig!:)
Ertu virkilega ekki að grínast með þetta! Þetta hlýtur að hafa verið falin myndavél, ég trúi ekki að nokkur sé svo heimskur að reyna að láta fólk borga sér fyrir svona lagað.
Ég veit um íbúð til sölu, að vísu á Breiðholtshálendinu, þar sem mánaðargreiðslur með öllu, ættu að vera vel innan við 90 þúsund. Og þar er meira að segja geymsla með dóti sem getur flylgt :-)
-Einar
Hm, ég hef einhverja hugmynd um hvaða íbúð þú ert að tala um:)
Verð að segja að sú íbúð er nú bara algjört gull miðað við þessa í gær, haha.
Og bíddu.. ætlið þið einar sumsé ekki að taka íbúðina?
Æ, sko, við tölum ekki kínversku.
Já, María, þetta var eiginlega of fáránlegt, hm, ég verð ekki hissa ef þetta kemur í sjónvarpinu:)
Vott?!?! Þetta er það fáránlegtasta sem ég hef heyrt! Hahaha! Ég las þetta upphátt fyrir Kjartan og hann kom með góða pælingu: Hvar sofa kínverjarnir ef það eru bara þrír beddar? Vá. Mig langar bara að fara að skoða þetta sko!
Ertu viss um að þetta hafi gerst í alvöru? Hahaha... Gangi vatnsgreidda gaurnum vel að leigja þetta!
Gyða
Nei, sko, það voru margir beddar, örugglega sjö! Ég skildi þetta þannig að það væru þrír lausir. Annars er möguleiki að það hafi verið smá háaloft, það var einhver stigi upp, en við skoðuðum ekki efri hæðina, fyrsta hæðin var alveg nóg:)
Hvar sástu þetta auglýst...
mig langar að skoða þetta hahahahaha
kveðja
Arnar
Ja. Hérna. Hér.
(En stórkostleg frásögn!)
Þetta er alveg ótrúlegt. Alveg bara súrrealískt eins og þú segir!
Sjö beddar á 30.000 hver. 210.000. á mánuði. Þessi gaur verður ekki lengi að eignast "íbúðina" skuldlausa með þessari aðferð. Hvað skyldi svona kosta?
Voðalega ertu kröfuhörð!!! Annars held ég að það hljóti bara að vera að þetta hafi verið draumur eða falin myndavél. Gangi ykkur vel að finna íbúð (og megi gamli leigusalinn skammast sín!).
Mig langar að hafa þetta blogg inná síðunni okkar!
Endilega hafðu samband,
kv Svanur
husaleiga.is
Þessi hljómar vel, þó bara 60 fermetrar: http://www.studentamidlun.is/husnaedi/studentar/leit/skoda/22974/ - Lora
Oh my.
Þvílíkt ævintýri.
dr
Garg! Þetta er svo grátlega fyndið!! Og skemmtilega sagt frá :)
Þessi færsla var krufin á föstudagskvöldið í vinahópnum ;) hahaha
Hlakka til að mæta í innflutningspartíið, kem með túss (á vegginn) og vatn í fötu í innflutningsgjöf.
Hlíf!!! Þetta var falin myndavél!!! Ég var að sjá það í fréttunum. Þetta er auglýsingaherferð hjá Amnesty til að vekja athygli á brotum gegn mannréttindum!
Gyða
http://www.youtube.com/watch?v=MwDhOErGr7E Hér er slóðin :D :D það sést í veggjakrotið og allt!
Gyða
Ertu flutt í afskektan helli án netsambands?
Ó djíses Hlíf! (ég hef samt nokkrum sinnum, tvisvar kannski, kommentað hér, fyrir löngu, en það tókst ekki.. Snilldar færsla) Ætlarðu næst að blogga þegar þú hlakkar svo mikið til að fara á Roskilde, að þú bara verðir að blogga?
Skrifa ummæli