miðvikudagur, febrúar 03, 2010

931.færsla. skyldublogg

Oh, ég verð að blogga til að kúkafærslan sé ekki alltaf efst. OH- dem it: strax búin að nefna kúk í þessari færslu. Er alveg hissa á því að ég hafi ekki búið til labelinn "kúkur" því að ég er alltaf að blogga um kúk. Verð að hætta þessu. Þetta er mjög mjög óhuggulegt.

Ég er rosa syfjuð. Á samt oft í erfiðleikum með að sofna á kvöldin. Eða sofna og hálfvakna og fer að leita að Einari ef hann er ekki uppi í rúmi. Fyrir nokkrum dögum rumska ég og sé að Einar er ekki uppi í rúmi (hann fer sem sagt oft seinna að sofa en ég), svo að ég virðist hafa ákveðið að hringja í hann (alla leiðina inn í stofu). Nema ég var eiginlega sofandi, og svona hálfrankaði við mér þegar hann svaraði í símann. Og hvað sagði ég í símann, við Einar í næsta herbergi? Jú: "Ég er bara að grínast, ég er ekki sofandi".

Ég sumsé reiknaði með því að Einar héldi að ég væri sofandi fyrst ég væri að hringja í hann. Ætti hann ekki einmitt að reikna með því að ég væri EKKI sofandi fyrst ég hringdi? En ég var það nú samt.

Skiljiði mig? Mér finnst þetta hálf ruglingslegt hjá mér. Kannski er ég bara sofandi núna, hvað veit maður.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mikið, mikið, mikið er gott að þú skulir nú eiga netvætt heimili.
Helga

ella sagði...

Ég skil...held ég.

Nafnlaus sagði...

Ahahahah! Ég las þetta þónokkrum sinnum til þess að skilja...