933. Söngvakeppni
Jæja, ég get ekki á mér setið að spá fyrir um úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins. Er að horfa á þetta með tölvuna í kjöltunni. Núna er kosningahlé og ég ætla að segja hvað mér finnst um lögin og hvernig ég held að úrslitin verði. Verð samt að segja að mér finnst frekar fátt um fína drætti hérna. Engin lög sem eru eitthvað hræðileg, en ekkert lag sem mig langar til að halda með. Ekki einu sinni nálægt því! Það hefur nú yfirleitt verið eitthvað lag sem ég held með ... en, hvað um það:
Uppahafsatriði: FLOTT! Og skemmtilegt. Elska Palla.
THE ONE. Íris Hólm: Mér finnst þetta bara frekar sætt lag og laglínan ekki slæm. Svo finnst mér stelpan vera með fallega rödd, en mér finnst hún ekki gera þetta nógu vel, sérstaklega í viðlaginu. Gæti samt trúað að hún geti sungið vel, en kannski hentar lagið ekki?
OUT OF SIGHT. Matti: Get eiginlega ekki líst því hvað mér finnst þetta lag leiðinlegt. Samt vel gert. Flott þegar hann henti gítarnum frá sér;)
GLEÐI OG GLENS. Hvanndalsbræður: Skemmtilegt kynningarspjall. Lagið, tja, mér finnst það svolítið skemmtilegt bara, NEMA viðlagið, mér finnst það frekar leiðinlegt. Ég er samt svona frekar hlynnt þessu lagi bara svei mér þá. Efast samt um að þetta lag myndi fá mörg stig úti í Norge.
ONE MORE DAY. Jógvan. Fyrst var ég frekar ánægð með þetta lag á júróvisjón-skalanum. Og mér finnst það ennþá alveg ágætt bara. Ég er hins vegar strax komin með drulluleið á þessu lagi, sem er auðvitað ekki gott. Hinsvegar heyra líklega flestir áhorfendur júróvisjóns lögin bara einu sinni, og þá er þetta ágætt, grípandi. En ég veit ekki hvað skjal segja.
WATERSLIDE. Sjonni Brink og kó: Æ. Já. Jú, mér finnst lagið sjálft allt í lagi. Ef flutningurinn væri ekki svona hryllilega vemmilegur. Og að millikaflinn væri ekki svona nákvæmlega ALVEG EINS og Wake me up before you go go (ég sko hugsaði þetta strax þegar ég heyrði þetta, en svo sá ég að það hafa fleiri sagt þetta). Þetta lag er eiginlega of kunnuglegt í heildina. Kenni samt flytjendunum um, eða þeim fordómum sem ég hef um suma þeirra.
JE NE SAIS QUOI. Hera. Ég er nú voða hrædd um að þetta lag vinni. Allt í lagi sem júróvisjónlag. AFSKAPLEGA týpískt. Og alveg svaðalega líkt This Is My Life. Mér finnst frekar halló að senda liggur við sama lagið út með tveggja ára millibili. Kommon! En ég get svosem alveg trúað að þetta gæti gert þokkalega hluti úti. Hresst og grípandi, og Hera mun örugglega gera þetta mjög vel, þó að ég sé persónulega ekki aðdáandi hennar. Náttúrulega mjög reynd og örugg. Og það hlýtur að skipta heilmiklu máli. Vá ég er alveg búin að ákveða að þetta vinni. En ég hef nú svosem oft rangt fyrir mér.
Var samt frekar sammála Heru um "hvað er júróvisjón"
Svona held ég að úrslitin verði:
1. Hera
2. Jógvan
3. Sjonni ... samt alls ekki viss. Mig grunar að krúttlegheitin höfði til ýmissa.
Veit ekki hvernig röðin hinna laganna þriggja verður.
Voðalega er ég samt neikvæð:)
Viðbót: voða var eitthvað krúttlegt að tala við Alexander. Híhí, og fiðlusveitin. Mega krútt.
Viðbót2: Munu ekki Hvanndalsbræður frekar verða í 3. sæti? Kýs ekki allt Norðurlandið þá? :)
Viðbóðt3: Vó, vindvélin í danska laginu!!
Norðmenn vilja greinilega ekki vinna tvö ár í röð...
8 ummæli:
OK, bara efstu tvö tilkynnt. Þá var þetta nú gefið fyrirfram.
Vá, hvað þau tvö lög komu ekki á óvart.
"Setið eftir með súrt ennið" eða misheyrðist mér?
OK. Þetta er rosa hallærislegt að vera að kommenta svona jafnóðum hjá sjálfum sér.
Jájá. Eins og maður bjóst við.
Þú ert fyndin!
Kristín Þ
Ég á svo klára frænku! Ég er sannfærð um að hún sagði viljandi súrt að gamni sínu í stíl Bibbu á Brávallagötunni (sem ég veit ekkert hvort þú hefur heyrt um, þú ert svo ung). Mér finnst gaman að tala svona stundum. Fyndið hvað ég get tekið undir flest sem þú segir um lögin, nema hvað ég hefði eindregið valið Hvanndalsbræður án tillits til búsetu. Mér finnst miklu meira gaman að gera ekki eins og allir hinir, enda ganga óhefðbundnu lögin stundum prýðilega.
Það er alveg rétt, og ég vildi að það hefðu verið fleiri óhefðbundin lög í keppninni. Mér fannst Hvanndalsbræðralagið alveg ágætt, en það vantaði eitthvað upp á það til þess að ég gæti haldið með því.
Ah, hvað mig vantar eitthvað góðan skammt af Hlíf. Ekki nógu gott að hitta þig svona sjaldan.
Hlakka brjálað til í lok febrúar. Vona að þú reddir pössun handa Einari.
Hef ekkert um þessa keppni að segja, því miður. Þú sérð alveg um þetta bara:)
dr
Skrifa ummæli