sunnudagur, febrúar 14, 2010

936.færsla.Lengd

Vissuð þið að á kortavefnum á ja.is er mælistika sem maður getur t.d. notað til að mæla hvað göngutúrinn manns var langur? (Þetta er sjálfsagt hægt að gera á ýmsum stöðum á netinu, án þess að ég viti.)

Samkvæmt þessu var göngutúr dagsins rétt tæpir 4 km. Sem ég er bara nokkuð ánægð með. Svoltið gaman að vita hvað maður gekk langt. Þegar ég fer í göngutúr þá þvælist ég nefnilega bara eitthvað um götur, þangað sem hugurinn ber mig. Fer kannski í hringi og krókaleiðir, í stað þess að hafa einhvern endapunkt í huga.

Æ bla.

Vona að mígrenið í gær hafi bara verið stakt, en ekki fyrsti hlutinn af sígreni.

1 ummæli:

Auður sagði...

sneðugt!