mánudagur, mars 01, 2010

938.færsla.

Matarboð með vinnufjölskyldunni stóð undir væntingum á föstudagskvöldið. Borðuðum, spiluðum, fórum í drykkjuleik, borðuðum eftirrétt, ljóstruðum upp leyndarmálum,tókum óskýrar sjálfsmyndir ... allt samkvæmt hefðinni. Fórum líka niður í bæ og dönsuðum sveittan dans á Barböru. Ég fór nokkrum sinnum og bað um óskalög. Júróvisjón, nema hvað:)

Var heldur í þynnra lagi daginn eftir, en þá kom Einar aftur heim frá útlöndum og við drifum okkur á bókamarkaðinn í Perlunni. Sem betur fer erum við flutt af stúdó því að þar hefðum við deffinetlý ekki komið þessum bókum fyrir. Og meira að segja á Skúló hefðum við líkla [vá, þetta skrifaði ég alveg óvart. Nýjasta styttingin?] þurft að fara að fjárfesta í fleiri hillum. En þar sem núverandi íbúð er svo yndislega skipulögð og með innbyggðum hillum þá höfum við ennþá nóg pláss fyrir bækur. Nóg pláss fyrir bækur!!

Svo fórum við í útskriftarpartý hjá Tomma vini hans Einars, en það var mikið stuð, þó að ég hafi ekki verið hressasti maðurinn á svæðinu (sökum fyrrnefnds þunnleika).

Og í dag er ég ekkert búin að gera! Svei mér þá. Þó að mér hafi ekkert fundist ég vera að hanga. hm.

Svo þarf maður bara að vinna á morgun. Þó að mér finnist vinnan mín ennþá yndisleg, þá væri ég alveg til í að helgarnar væru einum degi lengur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Varst þúúú alltaf að biðja um þessi júróvisjónlög, hahaha. Ég var alveg geðveikt að pirra mig á þeim þangað til ég ákvað að slá þessu upp í kæruleysi og fíla mig bara ... Úje.

dr

Nafnlaus sagði...

Hehe! Ég er ánægð með þig Hlíf, þetta voru yfirleitt mjög dansvæn júróvisjónlög!

Takk fyrir frábært kvöld :)

-Gyða