fimmtudagur, mars 11, 2010

939.færsla. Eurovision 2010 - Búlgaría og Martenitsa

Hvað vita Íslendingar um Búlgaríu? Ef meðalíslendingurinn er eins og ég, þá er það ekki mjög mikið.

Þann 1. mars fékk ég gjöf frá vinnufélaga mínum, sætt vinaband í hvítum og rauðum lit. Þetta er búlgarskur siður, og gjöfinni, sem er gefin 1. mars, fylgir ósk um góða heilsu. Þetta er kallað Martenitsa. 1. mars er einhvers konar hátíðisdagur, fyrsti vordagur. Dagurinn er kallaður Baba Marta (баба Марта) sem þýðir "amma mars" en samkvæmt wikipediu er Baba Marta í búlgörskum þjóðsögum geðill gömul kona sem skiptir ört skapi. Með því að bera rauðu og hvítu martenitsuna er maður að biðja gömlu konuna um miskunn, og að veturinn hopi fljótt fyrir vorinu.

Fáfræði mín um Búlgaríu er sem sagt smátt og smátt að minnka. Mér finnst rosalega gaman að læra um siði og hefðir í mismunandi löndum, og þykir vænt um martenitsuna mína.

En þetta leiðir okkur beint að framlagi Búlgara í júróvisjón þetta árið. En eins og þið sjáið er flytjandinn einmitt klæddur hvítu og rauðu. Tilvijun?



OK, klæðnaðurinn er líklega tilviljun þar sem keppnin var haldin í febrúar. Reyndar, 28. febrúar, sem er náttúrulega dagurinn fyrir Baba Marta ... þannig að ...

Flytjandinn heitir Miro. Keppnin var þannig að Miro var valinn sem flytjandi (fyrirfram, veit ekki hvernig), og hann fékk nokkur lög til að flytja. Þjóðin gat síðan kosið á milli þeirra. Samkvæmt búlgörskum heimildamanni mínum var eitthvað vesen á kvöldinu sem keppnin var haldin, tæknin var eitthvað að stríða þeim (annað hvort var ekki hægt að kjósa, eða að sjónvarpsáhorfendur heyrðu ekkert) og þeir þurftu því að endurtaka keppnina seinna! Sel þetta svosem ekki dýrara en ég keypti það og tek það fram að ég get hafa misskilið eitthvað. En mér finnst þetta pínu skondið ef satt er.

Ég verð að segja að ég er bara nokkuð hrifin af laginu! Hann syngur líka vel og er á einhvern furðulegan hátt aðlaðandi:) Mér finnst ógjó fyndið að vera með danslag og flytjandinn situr á stól allan tímann!! En það stoppar hann ekki frá því að dansa (ég er sérstaklega hrifin af höfuðhnykkjunum)! Mér finnst líka fyndið að sjá þegar það er klippt á áhorfendur, og þeir eru líka dansandi - sitjandi, nema hvað.

Já, ég er bara hrifin af þessu.

Þá í gamalt og gott. Það er nú kannski ekki um grösugan garð að etja (nei, djók) gresja. Búlgarar tóku fyrst þátt 2005 og hafa bara einu sinni komist upp úr undakeppninni, árið 2007. Og það var með þessu skrítna lagi, sem er svona eiginlega skringilega vont gott, eða skringilega skringilegt, ég veit ekki alveg. En lagið varð sko alveg í 5. sæti! Svo eitthvað hefur það höfðað til fólks. Ég veit ekki enn hvað mér finnst um lagið, en hneggið á 1:37 mín. gerir eiginlega út um þetta fyrir mig.



Þetta árið keppti Eiki Hauks fyrir Íslands hönd, og komst ekki upp úr undankeppnni, en það olli mikilli gremju (hans sjálfs) sem beindist aðallega að austantjaldslöndunum. En nú hefur undankeppnafyrirkomulaginu verið breytt og ég held að fólk sé bara sátt.

Uppdeit: Sjúkk að ég kíkti aftur á þetta. Ég hafði sett inn vitlausan link fyrir lagið í ár. Þetta lag er sko rétt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Höfuðhnykkirnir lofa góðu! Hann hlýtur að missa stjórn á sér þegar á stóra sviðið verður komið, rjúka upp af stólnum og hnykkja sér um sviðið......en gummi góður, þetta hnegg í gamla laginu...bara lagið allt..... meeeeen.

Nafnlaus sagði...

Höfuðhnykkirnir lofa góðu! Hann hlýtur að missa stjórn á sér þegar á stóra sviðið verður komið, rjúka upp af stólnum og hnykkja sér um sviðið......en gummi góður, þetta hnegg í gamla laginu...bara lagið allt..... meeeeen.