946. færsla. Eurovision 2010 - Allez le bleu - Frakkland
Jessy Matador (spes að heita nautabani, óh, þetta er sviðsnafn. Kimbangi er hans rétta) flytur franska lagið í ár. Hann er fæddur í Austur-Kongó (sem ku vera það sama og Democratic Republic of Kongo, þetta er frekar ruglandi allt saman, svona eins og þetta með Gíneu, það eru Gíneur sko í Afríku). En já, júróvisjón! Ég heldetta sé sumarsmellurinn.
Gamalt og gott: Frakkland hefur sko tekið þátt 52 í keppninni og er líka eitt af fjórum stóru löndunum, en það gefur þeim þátttökurétt á hverju ári án þess að taka þátt í undankeppni. Ég held reyndar stundum að það sé slæmt fyrir lög, maður þekkir lögin úr undankeppnunum miklu betur. Frakkar hafa unnið fimm sinnum, fjórum sinnum orðið í öðru sæti og 7 sinnum í þriðja sæti. Ekki slæmt. Það er samt orðið ansi langt síðan ... því þetta gerðist flest allt fyrir 1980. Ég verð að viðurkenna það að ég man eiginlega ekkert eftir neinu frönsku lagi svo að ég á erfitt með að velja gamalt og gott ...
Skelli því hérna Sebastian Tellier sem varð í 18. sæti 2008. Skemmtilegt lag, ekki svo týpískt. Ég var samt enginn aðdáandi sko.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli