miðvikudagur, júlí 14, 2010

965.færsla. ger

Mig langar svo að gera eitthvað. Mér finnst eins og sumarið sé að renna mér úr greipum og ég sé ekki að gera neitt. Sko, vinn átta tíma á dag, og byrja alltaf of seint. En það þýðir að ég þarf að vinna lengur fram eftir. Svo geri ég ekki neitt. Og fer ekki neitt. Á ekkert útilegudót og það er enginn að reyna að fá mann með í neitt.

Á í félags- og útivistarlegri tilvistarkreppu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að vera í sömu kreppu. En svo bara tók ég mig á, hætti vælinu, fór að gera meira og umfram allt naut meira alls þess sem ég gerði, hversu ómerkilegt sem það nú var.

Hvað er að því að fara heim, opna út á svalir svo sumarið komi inn, kitla barnið og borða súpu með konunni. Ég verð kannski ekki brún af því og er ekki úti en ég er að njóta sumarsins berfætt í sandölum.

dr