sunnudagur, desember 12, 2010

973. færsla.

Ég er nú aldeilis dugleg að blogga.

Það hefur bara verið svo geðsjúkt að gera hjá mér. Það var nú aðallega vegna tveggja greina sem við Einar erum að skrifa. Aðra greinina erum við reyndar búin að fá með athugasemdum til baka sem við þurfum að lagfæra, svo að við erum nú ekki búin með hana enn þá. Hina greinina eigum við eftir að fá til baka með athugasemdum, en ég v-o-n-a að það gerist ekki fyrr en eftir áramót. Veit ekkert hver venjan er í þessu, þar sem þetta eru fyrstu fræðigreinarnar sem ég skrifa. Svo veit maður ekki einu sinni hvort seinni greinin verður samþykkt til birtingar. Þetta er sko í ráðstefnurit frá ráðstefnunni sem við héldum fyrirlestur á á Spáni í sumar. Maður býst við að þeir vilji hafa sem flesta fyrirlestrana með í ritinu, en ef greinin er ekki nógu góð fræðilega, þá gæti alltaf verið að hún yrði ekki birt. Og við erum náttúrulega bara M.A.-nemar, svo að það er spurning hvort okkur tókst að gera hana nógu fræðilega. Hehh. Þetta kemur allt í ljós:)

En nú er það bara jólaundirbúningurinn. Ég er ennþá að venjast því að þurfa að sinna honum meðfram fullri vinnu. Í fyrra vann ég 60%, þar áður var ég að kenna og kennslan var búin í byrjun des (og bara munnlegt próf), og svo hef ég alltaf bara verið í skóla,og yfirleitt lítið verið að vinna með. Í mínum draumaheimi þá væri ég alltaf í frí frá ca. 22. des og fram til svona 3. jan. Mér finnst alveg ömó að þurfa að vinna um jólin...! Maður hefur alveg nóg að gera í jólaboðum og slíku, og hvenær á maður þá að liggja uppi í rúmi og lesa og borða laufabrauð? Maður spyr sig sko. ÖMÓ.

Í dag er 3. í aðventu. Ætli ég láti það þá ekki vera verkefni dagsins að búa til aðventukrans. Mér er alveg sama þó að það sé seint, ég ÆTLA að hafa aðventukrans. Og hana nú. Er farin að gera krans.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar vinnurðu? Og gerir hvað?

Regnhlif sagði...

Ég vinn uppi í háskóla, sem aðstoðarmaður fræðikonu, í málfræði. Bara fram að áramótum.

ella sagði...

Það er ekkert þægilegt að liggja í laufabrauðsmylsnu. Huggaðu þig við það.

Regnhlif sagði...

híhí. Oh jú, svo notó:)