976. færsla. Ekki pirruð
Bara svo að það sé alveg á hreinu, þá er ég ekki pirruð lengur. Í augnablikinu að minnsta kosti. Það voru þarna nokkrir dagar í síðustu viku sem ég var að brjálast úr pirringi, mér fannst fólk alveg afskaplega pirrandi og íhugaði að flytja til Kanarí eða eitthvað. Það er náttúrulega fólk líka á Kanarí, en ég þekki það bara ekki.
En nú er ég ekki pirruð lengur. Og bara, fólk er gott, OK. Pínu stressuð samt. En þó, þetta mun allt saman reddast sko. Ég er voðalega dugleg. Já.
Jóla jóla. Jóla jóla. Jóla jóla, jóla jól. (Sungið við jólalag að eigin vali).
[En úff, ég nenni sko ekki að vera að vinna þessa viku. Sofa, og jólaundirbúa, það er það sem ég vil gera!]
2 ummæli:
Pirruð??
Já og til hamingju með daginn ætlaði ég að segja.
Skrifa ummæli