sunnudagur, febrúar 06, 2011

977.færsla.

Kannski ég bloggi bara.

Það er komið nýtt ár ... og ég er orðin þrítug. Ég er alveg hissa en mér finnst bara ótrúlega flott að vera þrjátíu ára. Af hverju ætti maður að vera eitthvað að væla yfir því? Ég er sko enn þá ógeðslega ung og awesome. Ekki það að ég muni nokkurn tímann hætta að vera awsome.

Afmælishelgin mín var líka awsome. Hehe. Ég teygi alltaf vel úr afmælinu mínu, svo að ég átti ekki einn afmælisDAG heldur heila afmælisHELGI sko:) Bauð stúlkum í dömuboð á föstudagskvöldinu og fjölskyldunni og tengdafjölskyldunni í kaffiboð á sunnudeginum (afmælisdeginum sjálfum). Bæði boðin fannst mér heppnast bara ótrúlega vel, mjög vel mætt í bæði skiptin og allir voru svooo góðir við mig og gáfu mér ekkert smá góðar gjafir sem hittu þvílíkt í mark:) Hvernig getur maður ekki elskað að eiga þrítugsafmæli?:)

Ég er á mega góðu tímabili á meðgöngunni. Fyrstu vikurnar voru skrambi erfiðar - ef satt skal segja. Eiginlega erfiðari en ég bjóst við. Samt gekk þetta mjög vel hjá mér. Ég fékk ekki slæma ógleði, ældi nánast ekkert, ekkert blæddi, engir verkir o.s.frv. En ógleðin var samt furðulega erfið. Mér leið eins og ég væri þunn í nokkrar vikur í röð. Ég get ekki kvartað því að þetta voru bara nokkrar vikur, og ég gat borðað allt og mér var ekki ÞAÐ óglatt - en að vera svona hálfslappur stöðugt, það er bara erfitt! Og þessi fáránlega þreyta. Ég sver það, að eiga að vinna HEILA átta tíma á dag virtist óvinnandi vegur. Hvað þá að eiga, eftir vinnu, að fara út í búð eða vaska upp eða yfir höfuð gera nokkuð annað en að liggja fyrir! Sjitt, þetta var bara afskaplega erfitt. Og ég bjóst ekki við þessu. Vissi að ógleði væri ógeð, en vissi ekki að maður yrði svona þreyttur. Og svo það þriðja, sem ég gerði mér svosem ekki grein fyrir akkúrat á meðan á því stóð, var hvað ég var ógeðslega stressuð. Ég var að farast úr áhyggjum yfir því að missa fóstur eða eitthvað kæmi upp á. Svo var ég líka stressuð yfir því hvernig ég ætti að fela það að ég væri ekki að drekka, að ég mætti ekki borða sushi, að ég mætti ekki borða heimatilbúinn ís og svo framvegis. Og að geta ekki sagt fólki raunverulega ástæðu þess hvað ég var slöpp! Að geta ekki bara sagt fólki að ég væri ekki aumingi eða letingi! Ég væri bara ólétt:)

Stressið lagaðist mikið eftir tólf vikna sónarinn. Þar kom í ljós að allt liti vel út og svona. Og ógleðin hvarf næstum því alveg og þreytan var að mestu orðin viðráðanleg.

En núna, eftir 20 vikurnar, hefur mér bara liðið fabjúlös! Finn fyrir spriklinu í litla krílinu svo að ég hef stöðuga staðfestingu á því að barnið er "alive and kicking". Og bara, líkaminn bara fínn! Þarf reyndar að passa mig á tvennu: heimilisstörfum og verslunarferðum því að þá fæ ég í mjóbakið. En samt, mér líður bara svooo vel. Í alvöru.

Fyrir utan fótapirringinn. Gah. Rosalega pirrandi. Er að prófa að taka inn kalk og magnesíum sem ku stundum hjálpa.

Annars er ég awsome. Lífið er awsome. Haha, þegar ég byrjaði að skrifa þessa færslu, þá ætlaði ég aðallega að kvarta undan pirringi - en núna líður mér bara awsome, eins og fram hefur komið. Veit ekki hvort blessuð hormónin eru að stríða mér eða hvort bloggskrif eru bara svona ægilega pirringslosandi:)

Óver and out.

7 ummæli:

Steina sagði...

Til hamingju með bumbubúann! Gangi þér vel með allt saman.

Kveðjur,
Steina

Fríða sagði...

Þetta er gaman :)

Regnhlif sagði...

Takk:)

Ertu ekki sammála, Steina, að það er bara frábært að vera þrítug?:) Þú ert náttúrulega samt heilum degi yngri en ég ... græðir á því:)

ella sagði...

Eeen, hvað er athugavert við heimatilbúinn ís??

Regnhlif sagði...

Jáh, sko, í heimatilbúnum ís eru hrá, ógerilsneydd egg og óléttum konum er ráðlagt að forðast alla hráa kjötvöru, og fisk, vegna sýkingarhættu - sem yfirleitt er ekki hættuleg fullfrísku fólki en getur valdið fósturláti. En það er samt held ég afskaplega ólíklegt að slíkt gerist.

Steina sagði...

Haha, ég tek nú ekki mikið eftir þessu svona dags daglega, aldrinum þ.e.a.s. Annars finnst mér verst að vera á "fertugsaldri". Má ekki kalla þetta eitthvað annað?

Regnhlif sagði...

sammála, algjörlega absúrd að vera á fertugsaldri:)