mánudagur, febrúar 14, 2011

979. færsla.

Óléttublogg er betra en ekkert blogg, ekki satt?

Það er fyndið að finna fyrir spörkum. Það er lifandi vera inni í mér! Finnst ykkur það ekki magnað? Og þessi vera er KARLKYNS. Það er svo skrítið að ég geti verið með eitthvað inni í mér, sem deilir með mér blóði og ýmsu, sem er samt ekki hluti af mér, og er meira að segja karlmaður:). Maður hugsar ekki oft út í það, að mamma manns deildi líkama sínum með manni í níu mánuði. Svo kemur þessi vera til með, ef allt gengur að óskum,að nærast á einhverju sem líkami minn býr til ... hvernig get ég bara sísvona framleitt mat? Þetta er allt svo brjálæðislega furðulegt. Þó að þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi.

3 ummæli:

Fríða sagði...

Óléttublogg eru meiriháttar!!! Jafnvel betri en önnur blogg. Ég man að ég var einmitt að spá í þessa sömu hluti á sínum tíma :)

ella sagði...

einmitt

Nafnlaus sagði...

Eeeeeeelska þetta.

Langar svo í annað barn.

En kannski pening eða vinnu fyrst.

dr