þriðjudagur, febrúar 15, 2011

980. færsla. ólétturugl

Það er ruglandi að vera óléttur.

Allavega ef maður er pínu óléttuklikk, eins og ég, og er sífellt að lesa sér til um hitt og þetta, við hverju maður megi búast og hvað sé hægt að gera og svona. Mér finnst bara svo gaman að vera ólétt (allavega núna þegar ógleðin er fjarlæg minning og bumban er ekki ennþá farin að síga í, og maður er komin með kúl kúlu (mér hefur alltaf fundist óléttukúlur ógjó kúl)en engin vandræði byrjuð) svo að ég er pínu að leyfa mér að velta mér upp úr þessu, af því að þetta eru aðallega jákvæðar veltur (núna, ekki fyrst, þá var ég aðallega að velta mér upp úr fósturláti og utanlegsfóstri og skaðlegum mat og því að þetta var leyndó). Núna var ég t.d. að pæla í bjúg. Finnst eins og ég sé komin með smá vott af honum, en það er þá lítið, og var að spá hvort ég ætti kannski að reyna að gera eitthvað í honum strax áður en hann yrði vandamál. Svo að ég fór að lesa mér til um vatnslosandi mat og drykk. En svo sá ég að óléttar konur ættu ekkert að vera að beita vatnslosandi aðferðum, því að það myndi ekki gera neitt gagn. Svo nú veit ég ekki. En mér er alveg sama. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Það þyrfti bara að vera til EIN SÖNN leiðbeiningabók með öllu óléttutengdu.

Svo veit ég náttúrulega ekkert hvað ég á að kaupa fyrir blessað barnið. Þrátt fyrir að hafa alltaf haft mikinn áhuga á börnum og óléttum, hef ég algjörlega lokað augunum fyrir barnavörum. Veit þess vegna ekkert hvað ég vil. Vil bara allt þetta helsta, en kann ekkert á mismunandi afbrigði! T.d. var ég um daginn í búð sem seldi pela á tilboði og ég hugsaði með mér að ég ætti kannski í gamni að kaupa eins og einn. En nei, þetta var of flókið. Mismunandi stærðir, fyrir mismunandi aldur, og með mismunandi túttum. Og mismörgum götum á túttunum. Ég hætti bara við. Hvernig á ég að vita þetta? Á ég að vera að kaupa margar tegundir til að prófa hvað virkar best?:) Þarf þetta að vera svona flókið ... :)

14 ummæli:

Fríða sagði...

Peli er óþarfi

Regnhlif sagði...

Ekki ef brjóstagjöfin gengur ekki upp. Eða ef maður vill mjólka sig til að einhver annar geti gefið barninu mjólk á meðan maður fer í burtu. Sem gerist náttúrulega ekki strax. En ég ætla að eiga pela:)

Fríða sagði...

það er líklegra að brjóstagjöfin gangi ekki upp ef barnið fær líka pela, það er svo allt önnur sogtækni sem er notuð á pelann en brjóstið. Það má gefa börnum alveg frá fæðingu að drekka úr glasi ef móðirin er fjarverandi. Mín tvö yngri notuðu aldrei pela og fór ég þó að vinna frá Ívari löngu áður en hann fór að borða annan mat en móðurmjólk.

Regnhlif sagði...

rétt:)

ella sagði...

Veit ekki hvort þú veist það Hlíf að Fríða var á fullu við að gefa mömmum góð ráð í sambandi við brjóstagjöf í gamla daga. Blessuð hikaðu ekki við að hringja í hana á nóttu sem degi :)

Regnhlif sagði...

haha, gott að vita Ella (sko að ég eigi ekki að hika við að hringja að nóttu sem degi:))

ella sagði...

Vertu bara ekkert að segja henni að ég hafi sagt það.

Nafnlaus sagði...

- ég ætlaði einmitt að segja það sama og Fríða.....eða, sko, auðvitað getur komið fyrir að þurfi að gefa börnum ábót fyrstu dagana, en þá getur Einar bara skotist eftir pela :) En almennt séð er víst ekki talið ráðlegt að nota pela fyrsta kastið, vegna hættunnar á að það trufli brjóstagjöfina - best þá að bíða með það þar til þið krílið eruð orðin agalega flink í brjóstastuðinu! Æ, svo vill maður hvort eð er ekkert fara lengur frá þeim en í mesta lagi 2-3 klst. lengi vel....og þá fjarveru frá brjóstinu lifa þau af :)

AnnaR sagði...

- eee...já, þetta var sko frá Önnu R., þetta síðasta :)

Regnhlif sagði...

ég var nú nokkuð viss um að þetta væri þú, áður en þú kvittaðir sko:)

Fínt að fá svona ráð. Stefni alls ekki að því að troða pela upp í barnið um leið og það fæðist. En það breytir því ekki að mig langar samt að eiga eins og einn pela, hvort sem hann verður notaður eða ekki:) Auðvitað alveg hægt að kaupa hann þegar og ef maður þarf hann, enda endaði ég á því að kaupa engan pela sko.

ella sagði...

Ég átti pela þegar ég var unglingur. Hann var glær með myndum og merkið var minnir mig pussycat eða álíka. Mikið sport að vera með hann á djamminu :)

Regnhlif sagði...

Segðu svo að það sé ekki mikilvægt að eiga pela handa barninu! Það kemur að því að það þarf að nota hann:)

Nafnlaus sagði...

Ég skal gefa þér pelaráð, ég var að vesenast í þessu í næstum ár OG barnið tók brjóst á nóttunni og tottaði sinn pela á daginn. Aldrei að vita hvað gerist eða hverngi það mun ganga og ef þú eignast barn eins mína yngri þá segir það þér alveg hvernig þú átt að haga hlutunum. Ef þér líður betur að eiga pela þá kaupirðu pela. Það er óþarfi svona fyrst en þú átt bara að gera það sem þér líður vel með.

dr

Regnhlif sagði...

einmitt