984.færsla. ó
Við eggjatalningu kemur í ljós að ég gleymdi að setja eggin í gerbollurnar í gær. Athyglisvert. Ekki nóg með að ég setti allt í kolvitlausri röð, heldur gleymdi ég eggjunum - og það er bara í fínu lagi með bollurnar, þó að þær séu svolítið kúptar og ofbakaðar.
7 ummæli:
Þetta hefði skipt verulegu máli í vatnsdeigsbollunum. Vinkona mín ein fékk einu sinni uppskrift hjá mér, tvöfaldaði hana og fór að baka. Útkoman varð eftirlíking af tekexi og svo þegar ég fór hægt í gegn um ferilinn með henni kom í ljós að hún hafði gleymt að tvöfalda eggin.
Hahaha. Þá veit maður hvernig maður á að búa til tekex:)
Þetta hafði ekki svo slæmar afleiðingar fyrir gerbollurnar, alls ekki.
En svo gerði ég annan skammt af þeim í gærkvöldi, með eggjum, og reyndi að hafa þær aaðeins stærri, því að þær voru svo pínu litlar í fyrra skiptið, en þær enduðu bara miklu miklu stærri. Eggin sem gerðu það að verkum? Og svo var ég að reyna að hafa þær ekki svona svakalega kúptar, en samt urðu þær það. Næst verð ég bara að fletja þær út!
Eggin eru náttúrulega ekkert sett í bara upp á húmorinn sko.
Það hefði náttúrulega getað verið að einhver hefði sett eggin í uppskriftina bara til að sjá hvenær einhver myndi fatta að þau eru óþörf!:)
Hæ, ég var eitthvað að spá áðan og gúglaði "tvíbaka, bolla, kringla, krans" og upp kom færsla af blogginu þínu frá 2008! Þetta var pottþétt alltaf sagt á mínu heimili þegar ég var lítil líka - ég var bara ekki alveg viss um hvaða bakkelsistegundir hefðu verið með í upptalningunni og var þess vegna að fletta þessu upp...
En gaman, Steina:) Ég gúglaði þetta einmitt aftur núna um daginn og komst þá að því að þetta er til (sem sagt ekki bara á mínu heimili) eins og þú hefur væntanlega séð líka:) Bæði sem hluti af "Tvíbaka, bolla, kringla, krans. Þetta gefur hún Imba Brands, öllum sínum krakkafans" og "Tvíbaka, bolla, kringla, krans, þú ert sonur bakarans" - en ég kannast ekkert við þetta framhald:)
Fínt að vera dóttir Imbu Brands.
Skrifa ummæli