986.færsla. Í heita pottinum
Ji dúdda.
Var að koma úr sundi. Í heita pottinum var karlahópur. Svona voru umræðurnar þegar ég kom inn í þær:
"Lítum til dæmis á Davíð Oddson. Hann á þessa frábæru konu. Alveg dásamlega. Þannig að hann vill ekki gera henni það að halda fram hjá henni! Og þetta skapar rosalegan pirring og geðvonsku hjá honum. Ef hún hefði sagt "Davíð minn, taktu bara í einhverja kellingu þarna á þinginu, veit þær eru margar viljugar", þá hefði hann komið heim glaður og ánægður - og staðan á Íslandi væri allt önnur í dag!!"
Þarna var ég bara ... eru mennirnir að grínast? Á ég að fara upp úr pottinum ... get varla hlustað á þetta. Og ekki skánaði þetta:
"Og svo er annað í þessu ... þau eignast ekki barnabörn! Sonur þeirra er kynvillingur"
Já, KYNVILLINGR er orðið sem þeir notuðu og endurtóku í sífellu. Töluðu um að það væri nú hægt að ræna af honum sæði og senda til undaneldis, og láta ömmuna og afann fá barnið.
Svo barst talið að erlendum konum. Þessar kambódísku eru víst ansi góðar, ekki þessar tælensku, af því að þær halda of mikið hópinn!! Breskar konur eru hins vegar ógeðslegar, og þessar íslensku, það er ekki einu sinni hægt að sofa í sama herbergi og þær, þær hrjóta svo mikið.
Áður en ég gafst upp og fór úr pottinum (þetta hafði ekki þau slakandi áhrif sem ég var að sækjast eftir) þá fóru þeir að tala um að Gyðingum væri ekki treystandi.
Ég er bara enn þá gáttuð á því hversu miklum fordómum og rembu þessum körlum tókst að troða inn í fimm mínútna samtal.
6 ummæli:
Og svo myndu þeir segja ef þeir læsu þetta: Láttekkisvona, maður má nú aðeins djóka.
Málið er bara að menn myndu ekki tala svona ef þeir tryðu engu af þessu
Nei, nákvæmlega.
Fyrir utan að þetta var ekkert djók, eftir því sem ég best gat heyrt:)
Ó MÆ GOD. ERTU EKKI AÐ GRÍNAST. ÞEIR HEFÐU átt að tala um feitt fólk, rauðhærða, fatlaða og að konur ættu heima í eldhúsinu til að toppa samtalið. úff.. hvað voru þetta eignilega gamlir menn??
p.s. mig langar að fara í sund með þér og í heita pottinn. og spila með vatnsheldum spilum! nei segi svona ;) ;)
Til að gæta allrar sanngirni þá kom einn og sami maðurinn með öll stóru orðin, en hann var líklega um sextugt, kannski yngri.
Mér líst vel á að fara í sund saman, Ása, og ekki væri verra ef maður ætti vatnsheld spil ...
Djöflus horbjóður!
dr
Oj bara!
Skrifa ummæli