mánudagur, apríl 18, 2011

991.færsla. Ak

Mig dreymdi í nótt að ég væri á Akureyri hjá ömmu minni. En amma bjó inni á Akureyri en ekki fyrir utan eins og hún gerir í raunveruleikanum. Hún bjó alveg við hliðina á einhverjum grunnskóla og ég var einhver blanda af fullorðinni manneskju og skólabarni. Þarna á skólalóðinni hitti ég systkini af leikskólanum sem ég var að vinna á, þau voru aðeins búin að stækka, en samt ekki.

En ég man eftir svolítið sérstökum grip. Það var veggklukka, sem pabbi eða einhver af bræðrum hans hafði sérsmíðað. Tölurnar voru ekki eins og á venjulegri klukku, heldur stóð 11:10 þar sem venjulega stæði 12 - og svo fram vegis. Klukkan var sem sagt aðlöguð að stundatöflu skólans við hliðina á. Þannig að þegar báðir vísarnir voru beint upp (tólf á venjulegum klukkum) þá var klukkan 11:10 og tími til að mæta í fyrsta tíma. Svolítið spes reyndar að fyrsti tími byrji klukkan 11:10 ... en það er aukaatriði.

4 ummæli:

ella sagði...

Eitt aðaláhugamál ömmu þinnar einmitt núna er gamla klukkan sem pabbi átti og á undan honum Sigga en fyrst amma og afi sem fengu hana í brúðargjöf fyrir rúmum hundrað árum. Óttar á hana núna en Jói er að fara með hana norður á hinndaginn til að mamma geti komið innvolsinu í viðgerð en hún ætlar sjálf að gera við utanáið. Já og svo flytur hún bráðum í sama hús og Óli. Sniðugur draumur.

Regnhlif sagði...

Ertu ekki að tala um klukkuna sem hafði ekki gengið í hundrað ár (eða eitthvað) og hrökk svo allt í einu af stað? Sá hana um jólin :)

Nafnlaus sagði...

Flytur hún mjög bráðum?

Regnhlif sagði...

Ég hef ekki hugmynd ...