fimmtudagur, apríl 28, 2011

992,færsla. Nálgast

Það eru víst bara 40 dagar í settan dag. Þetta er voða gaman og spennandi. Eiginlega finnst mér að drengurinn ætti að koma bara nákvæmlega á réttum degi. Fyndist það best. Langar ekki að hann drífi sig neitt fyrr (segi ég núna, en verð kannski ekki á sömu skoðun þegar ég verð komin 39 vikur), aðallega vegna þess að mér finnst mér ekkert veita af tímanum í undirbúning og hvíld. Nóg eftir að gera sko! Og allar bækurnar sem maður gæti lesið. Að ég tali nú ekki um ritgerð og eitthvað svoleiðis daglegt amstur. Þannig að nei, ekki koma of snemma. En ekki koma heldur of seint! Vil helst ekki að barnið deili afmælisdegi með Jóni Sigurðssyni, þó að ég gæti séð það sem kost að segja barninu að hátíðarhöldin séu afmælisveislan hans. Sjöundi júni er bara ljómandi dagur.

Þvvoli ekki að vera með kórlögin á heilanum. Það er ekki hægt að losna við þau. Sérstaklega slæmt þegar þetta eru lög sem fara í taugarnar á manni.

2 ummæli:

ella sagði...

Afleitt að vera með leiðinleg lög á heilanum. Kannast við það.

Nafnlaus sagði...

Settur dagur er góður dagur:)

dr