998.færsla. pirr
Ég læt ógeðslega margt pirra mig. Þetta getur ekki verið eðlilegt eða hollt. Til dæmis læt ég það fara ógeðslega í mig þegar fólk á sér uppáhalds orð, sem mér finnst tilgerðarleg, og fólk notar þessi orð þá sí og æ. Það er samt ekki það sama Jón og séra Jón sko í þessum efnum, af því að sumt svona finnst mér bara sætt og skemmtilegt, jafnvel töff.
Ég er ógeðslega þreytt. Erum að reyna að taka á nætursvefninum hjá næturdýrinu honum syni mínum. Hann er ósköp góður að sofa á daginn, en það er þvílíkt maus að koma honum í háttinn á kvöldin - og svo vaknar hann ótt og títt og lætur illa. Þegar ég hugsa um það er ég samt eiginlega svona sjálf. Á afar auðvelt með að leggja mig á daginn en hef oft átt í vandræðum með að sofna á kvöldin. Hins vegar vakna ég ekki ótt og títt á nóttunni - þ.e.a.s. þegar ekki er lítill kútur að trufla mig. Hef samt fulla trú á því að hann fari fljótlega að sofa alla nóttina. Að minnsta kosti tíu tíma á nóttu. Já. Svefn. MMMMMM.
Barnlausa fólk: njótið þess á meðan þið getið að sofa út.
4 ummæli:
Ég nýt þess! ;) :)
Gott, Nanna. Njóttu þess mjööööög mikið:)
Ég nýt þess líka... þegar ég er búin að bera út blöðin og legg mig aftur :)
Hehe skal gert! :)
Skrifa ummæli