999.færsla (flott tala!) Hin fyrstu jól
Ég hlakka svooo til að halda jól með litla kútnum mínum. Hann sem hefur ekkert vit á þessu :)
Óþroskasaga ungrar stúlku á þrítugsaldri.
Ég hlakka svooo til að halda jól með litla kútnum mínum. Hann sem hefur ekkert vit á þessu :)
7 ummæli:
Ég treysti því að þú fræðir hann um málið.
Frumburðurinn minn sem var líklega á svipuðum aldri sín fyrstu jól eins og þinn verður, hann (hún reyndar) fékk svo ótrúlega mikið af dóti og skildi náttúrulega ekki neitt í neinu. Meðal annars fékk hún svona tístudýr, lamb með stór og starandi augu. Barnið horfðist lengi í augu við lambið og fór svo að hágráta. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki á einhverfurófinu... ja, eða allavega held ég að þetta sé góðs viti. Þetta var á árum fyrstu heimavídjóanna og við eigum upptöku af þessu, þetta var hreint ótrúlegt. Og eftirá finnst mér foreldrarnir hafa verið allt of seinir að láta þetta bjánalamb líta undan og hætta að hræða litla barnið svona.
hahaha, Fríða.
Ella, jú, ég er að reyna að útskýra þetta fyrir honum
Einmitt mamma. Ég ætlaði einmitt að fara að benda á því að þið hélduð bara áfram að taka upp, í staðinn fyrir að bjarga mér.
Annars ætlaði ég nú bara að skrifa: :)
Nú eru jólin búin hér fyrir norðan. Fóru þau nokkuð framhjá ykkur? Á ekkert að segja hvernig gaurinn tók á þeim??
Ella, kannski hún sé bara soldið lengi að undirbúa færslu númer 1000?:) En ég bíð allavega líka spennt;)
Skrifa ummæli