þriðjudagur, janúar 17, 2012

1001. Nótt (nei euroblogg)

Er að hugsa um að euroblogga.

Ég hafði ekki hlustað á lögin áður en ég horfði á þáttinn í á laugardaginn. Hérna er í mjög stuttu máli það sem mér fannst um lögin og flutninginn.

Íris Hólm: Fannst þetta lag alveg ágætt. Fannst bara alls ekki að það ætti að vera power ballaða. Viðlagið ágætt, en lagið of venjulegt til að maður muni eftir því.

Rýtingur: Skrítið – Slappt. Vildi að þetta hefði verið ógeðslega flott því að þetta var ekki beint hefðbundið júróvisjónlag (er komin með ógeð á íslensku miðjumoðsjúróvisjónklisjunum sem við erum alltaf að senda í keppnina).

Greta Salóme: Æ, get ekki sagt nákvæmlega hvers vegna en þetta höfðaði ekki til mín. Kannski of klisjulegt. En mér fannst þetta vel gert og ég var hrifin af kjólnum hennar. Ekki slaufunni hans Jónsa samt;)

Blár ópal: Vúhú. Haha. Uppáhalds lagið mitt komið!! Og það var algjörlega sviðsframkomu að þakka. Þetta var nefnilega eina lagið sem ég hafði heyrt áður en ég horfði á þetta í sjónvarpinu og við þá hlustun fannst mér það slappt. En ég skipti algjörlega um skoðun þegar ég horfði á þetta. Hoho. Ef ég hefði kosið, þá hefði ég kosið þetta! Hef samt orðið vör við það í netheimum að það eru ekki allir sammála mér. En mín skoðun er sú rétta, klárlega.


Heiða Ólafs. Lag sem virkar ekki í júróvisjón (jafnvel þó að ég sé ekki hrifin af hefðbundnum júróvisjónlögum).

Lögin sem ég bjóst við að kæmust áfram, komust áfram, og það eru líka þau lög sem ég hefði sjálf kosið að kæmust áfram. So far, er Stattu upp klárlega það lag sem ég vil að fari út:) Híhí.

Engin ummæli: