sunnudagur, apríl 22, 2012

1007. færsla. Hjól

Ég hjólaði svo mikið á sumardaginn fyrsta að ég var að drepast í hnjánum um nóttina. Það er reyndar ekki rétt. Ég hjólaði ekkert svo mikið á sumardaginn fyrsta, en ég var hins vegar að drepast í hnjánum um nóttina. Skil þetta ekki. Mér dettur helst í hug að hnakkurinn hafi verið of lágt stilltur og álagið hafi þess vegna verið vitlaust á hnjánum. En það var samt gaman að hjóla. Djöfs erfitt samt. Gaaaaaaaaaaaa kann ekki á þetta nýja kerfi! Hvar eru töggin? OK, þarna. Ég er ekki með neitt tagg sem heitir hjól þó að þessi færsla sé bara um hjól.

5 ummæli:

Regnhlif sagði...

Og bíddu, hallærislegt, línubilið sem ég gerði kom ekkert inn!

ella sagði...

Búðu bara til innihaldslýsingu um hjól maður.

Nafnlaus sagði...

Hehe :) Ég hef bara skrifað eina færslu síðan nýja lookið kom... Fannst það þá ágætt, vona mér finnist það áfram

ella sagði...

Neðan við töggin þín þarftu að virkja möguleikann á greinarskilum.. held ég .Ég taldi mig að minnsta kosti gera það hjá mér.

Regnhlif sagði...

takk, prófa það næst þegar ég blogga:)