fimmtudagur, apríl 26, 2012

1008. færsla. Hné

Í morgun tók ég eftir því að ég var með sár á hnénu.

Núna rétt í þessu tók ég eftir því að það er gat á hnénu á gallabuxunum.

Á ég að hafa áhyggjur af því að ég hafi ekki hugmynd um það hvernig þetta hafi skeð? Ég tel miklar líkur á því að gatið og sárið sé samtengt.

Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að fara að búa til taggið "hné".

Takk Ella, ég fann línubilsvalmöguleikann:)

2 ummæli:

ella sagði...

Kannski fólk hafi mismikla meðvitund?

Regnhlif sagði...

Já, held ég sé oft bara með svona 75% meðvitund