laugardagur, október 13, 2012

1.... færsla. Haust

Það er farið að kólna hérna. Ku vera 11 gráður á Celcius. Það kólnaði furðu hratt. Á föstudaginn fyrir rúmri viku var HEITT. Ég var í stuttu pilsi og hlýrabol og bölvaði því að hafa farið í (þunnar) leggings. Lítið barn á leikvellinum lék sér á bleiunni einni fata. Tveimur dögum seinna sá ég eftir því að hvafa ekki sett húfu á barnið. Það er samt gott veður. Sól og kyrrt. Ekki svona skíta haustveður eins og er oft á Íslandi (rigning og rok). Svo er enn slatti af blómstrandi blómum hér og þar, og við hliðina á kannski tré í haustlitunum. Undarleg blanda.

Ég er aftur að passa kött. En núna er ég ein að því, Einar með barnið svo að ég geti aðeins unnið. Blogg er hálfgerð vinna, er það ekki? Einhvern veginn þyrfti ég að fá borgað fyrir að blogga, þá væri lífið fullkomið.

Kötturinn situr malandi ofan á tölvunni. Gerir skrifin örlítið flóknari.

Ég er að vinna í því að skoða borgina betur. Er komin með félaga í því. Það er pólsk stelpa sem á tvo stráka, sá eldri fer á leikskóla á daginn, en hún er heima með þann yngri, sem er þremur dögum yngri en Árni Gunnar.

Árni Gunnar elskar tónlist þessa dagana. Einhverra hluta vegna heitir það "dittó" í hans meðförum. Mjög fyndið þegar hann upp úr þurru horfir stíft á mann og segir "dittó" og kinkar kolli. Þá vill hann tónlist. Helst Eniga Meniga og helst Ég heyri svo vel. Þetta er reyndar eina barnatónlistin sem við eigum.

Við Einar komumst í bíó um síðustu helgi. Alone, án barns. Tvær stelpur úr bekknum hans voru svo sætar að bjóðast til að passa upp úr þurru og við þáðum það bara. Skelltum okkur í bíó sem við höfum nú bara einu sinni gert frá því áður en ÁG fæddist. Það var ótrúlega fyndið því að bíógestir voru einstaklega virkir þátttakendur í sýningunni. Klöppuðu nokkrum sinnum, hrópuðu upp yfir sig af fögnuði eða meðaumkun og voru almennt mjög háværir.

bless.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hah, spes bíóferð :)
Og en gaman að þær hafi bara boðist til að passa :)