1017.færsla
Ég ætlaði að blogga en ég er ekki í bloggstuði. Þetta hefði orðið leiðinleg færsla. Næstum árásargjörn. Líklega vegna þess að barnið gerði móður sína gráhærða þegar það átti að leggja sig - það tók einn og hálfan tíma að fá hann til að sofna, en ég gafst ekki upp því að ég ÞARF mitt breik!! Og svo er ekki til neitt með súkkulaðibragði hérna. Finnst ég þurfa súkkulaði. Þannig að já ég nenni ekki að blogga. Samt nenni ég ekki heldur að taka til. Og er búin á face-rúntinum. Nenni eiginlega bara að borða en er eiginlega orðin södd og svo er ekki til neitt með súkkulaðibragði hérna. Eins og ég sagði. Og ekkert kaffi til heldur. Árans. Kannski neyðist ég til að kaupa mér latte to go á Green Line cafe á eftir þegar ég fer út. Er að fara að hitta mann sem ég mun verða professional cat sitter fyrir. OK þetta professional er bara bull, en einn af prófessorunum hans Einars vantaði kattapössun um helgina og bauð nemendum starfið gegn borgun. Við ÁG ætlum að taka það að okkur. ÁG verður sko glaður, enda elskar hann ketti. Þessi er þar að auki gamall og blindur og mun því örugglega ekki getað flúið barnið, hohoho, greyið. Neinei, ég mun passa að enginn köttur verði píndur.
4 ummæli:
Ekki blindur, heyrnarlaus
Bloggfærslur þegar maður nennir ekki að blogga eru samt svo skemmtileg einhvern veginn. Eða svona sérstakur sjarmi við þær ... :)
Hæ, gaman að lesa bloggið þitt, þótt það hafi verið "næstum árásargjarnt". Og er kattapössunin ekki professional, ef það er fyrir prófessor? Er hann gamall og blindur, eða var það kötturinn?
Bestu kveðjur til ykkar í USA
Helga Ellen
P.S. Er ennþá að jafna mig eftir "einhver liberty bell"... H.
haha, þetta er svo fyndið komment, Helga
Skrifa ummæli