þriðjudagur, október 23, 2012

1019. færsla.

Dagarnir fljúga hjá og ég blogga ekkert. Samt er ég komin með almennilegt net heim. Málið er bara þetta barn sko sem heldur að tölvur séu leikföng og finnst það hin mesta frekja ef einhver annar er að leika sér með þær.

Ég fór í pínulítið undarlegan prjónahádegismat. Hann varð svo bara ekkert undarlegur. Ég var pínu efins um ákvörðun mína um að taka bara hekl með, en þær reyndust ekki anti-heklarar, sem betur fer. Þegar ég dró upp heklið spurði önnur þeirra strax: "Is this lópí" og ég bara "Haaa, lopi! Yes, do you know lopi??" "Of course we know lopi!" Svo taldi hún upp allar lopapeysurnar sem hún hafði prjónað um ævina. Ég var ekkert að tjá mig um allar lopapeysurnar sem ég hef prjónað um ævina (núll).

Það er fallbreak núna hjá Einari, sem ég vissi ekkert um fyrr en í dag, sem gerði það að verkum að dagurinn í dag varð að hálfgerðum auka helgardegi. Hann var skemmtilegur, því að við hittum flesta úr bekknum hans Einars og nokkra í viðbót í Brunch. Ég verð að segja það, ég skil ekki þetta brunch dæmi. Þetta er alltaf í hádeginu. Hver er þá munurinn á brunchi og lunchi? Við vorum tólf auk Árna Gunnars. Svo gengum við meðfram Schuylkill ánni. Mjök fallegt og mjök gott veður. Þar rákumst við á víking ... eða styttu af einum slíkum. Núna erum við Einar ekki alveg sammála um hvort þetta hafi verið Leifur eða Þorfinnur karlsefni. En þetta vakti allavega lukku okkar Íslendinganna í hópnum og nafn myndhöggvarans, Einars Jónssonar, vakti lukku hinna í hópnum (sko bara að hann héti sama nafni og Einar).

Bless

5 ummæli:

Freysier sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Einar Freyr sagði...

Hér (http://is.wikipedia.org/wiki/Einar_J%C3%B3nsson) er mynd af þessu verki og undir því stendur: Verkið Þorfinnur Karlsefni í Philadelphia.

ella sagði...

Skilaðu til litla frænda míns að MÖMMUR EIGI ALLTAF AÐ RÁÐA :) Jájá ég veit, hægara um að tala en í að komast.

Regnhlif sagði...

OK, Einar hafði rétt fyrir sér. Skil ekkert í því hvers vegna það er verið að rugla mann með því að hafa einhvern texta um Leif þarna undir og Snorra og eitthvað;) En gott að vita:)

Já, Ella, ég skila þessu:)

Nafnlaus sagði...

Já - bloggið þitt er áfram ógeðslega skemmtilega skrifað - já