föstudagur, janúar 06, 2017

1047. Kaffi

Fékk þá góðu hugmynd að fá soninn, 5 ára, til að vekja pabba sinn með því að færa honum heitt kaffi í rúmið. Áttaði mig svo á því að þetta var ekki alveg nógu vel úthugsað hjá mér þegar ég heyrði þreytt óp úr myrkvuðu svefnherberginu og við mér blasti eiginmaður með hálfan kaffibolla, hálflukt augu og kaffislettur í hvítum rúmfötunum. "Þú ættir að kveikja ljósið og vekja pabba áður en þú réttir honum kaffið" byrjaði ég en hætti svo við. Sem betur fer var þetta ekki sjóðandi heitt kaffi, segi ég nú bara.

2 ummæli:

ella sagði...

Hvernig væri volgt kakó með þeyttum rjóma næst?
Mikið gaman að sjá þig hér!

Nanna sagði...

:D Okay yes, ég ætla að fara að lesa fleiri færslur hjá þér!