þriðjudagur, október 16, 2007

687.færsla. Bloggverðlaunin 2007

Hér á bloggi mínu er hafin æsispennandi keppni: Hver er bestur að blogga!! !! !!

Það skal tekið fram að þetta er ekki mjög lýsandi nafn þar sem ekki er lagt mat á gæði eða fagurfræði bloggfærslanna sem slíkra heldur einblínt á magn í formi fjölda færslna. Hávísandalegum aðferðum var beitt í úrvinnslu úrslitanna, þ.e. ég taldi færslurnar (er með talnablindu) á árinu.

Veitt eru verðlaun í hverjum flokki fyrir sig
(verðlaunin hafa ekki verið ákveðin) og verða úrslit kynnt daglega næstu daga.

Fyrsti flokkurinn sem keppir er .... MIS CHICAS!!! Bjóðið þær velkomnar. Klapp klapp, klapp klapp.

Umsögn um keppendurna: Í þessum flokki getur að líta mjög breiðan hóp bloggara hvað varðar fjölda bloggfærslna. Segja má að hér mætist þeir bestu og þeir verstu. En við skulum ekki fjölyrða um þetta heldur vinda okkur beint í úrslitin:

Drrurururururururuurururuuru [trommusóló]


Íííí þriðja sæti eeer engin önnur eeeeen listfræðineminn og baunin með meiru: Ásta Þ. G.
Vúhú. Klöppum fyrir henni. Glæsilegur árangur: 90 færslur á árinu.

Ííííí öðru sæti eeer engin önnur eeeeeen málfræðineminn og bloggarinn sjálur: Ég.
Með 92 færslur á árinu. Mjótt á mununum milli 2. og 3. sætis þarna.
....
....
Afsakið. Það hefur borist kvörtun frá umsjónarmönnum keppninnar. UUU. Það lítur út fyrir að samkvæmt reglum megi dómarinn ekki vera sjálfur hluti af keppninni. U. Nei, annars, þetta er einhver misskilningur. Þar sem ég er einvaldur þessarar keppni þá hef ég dæmt mér annað sætið. Jú. Það þýðir ekki að deila við dómarann.

Þá er komið að fyrsa sætinu. DRRURURURURUURURRU [hátt trommusóló]
SIGURVEGARI Í FLOKKNUM MIS CHICAS ER ENGIN ÖNNUR EEEEN:
Auður Ö. Ó.
Með hvorki meira né minna en 168 færslur. Ótvíræður sigurvegari. Glæsilegt. Gefum henni gott klapp. Það verður gaman að fylgjast með henni þegar keppnin heldur áfram og sjá hvernig hún stendur sig í samanburði við þá bestu í hinum flokkunum. Frábær árangur hjá henni.

Önnur úrslit:
4. sæti:
Þóra B S með 31 færslu

5. sæti: Ása B með 21 færslu

6. sæti: Árný með 13 færslur

7. sæti: Erla M D með 10 færslur
frá 14. ágúst... dómarinn gat ekki séð lengra aftur, sem gerir það í raun og veru að verkum að ekki var hægt að dæma frammistöðu hennar. Hugsanlega hefði hún getað komist nálægt verðlaunasætunum...

8. sæti: Gerður B K S með 1 færslu .... lélegt (ekki voru færslur á leynibloggum taldar)

Og botninn vermir :

9. sæti: Sigga P með 0 færslur. Hræðileg frammistaða.

Til hamingju með úrslitin.
Bíðið spennt eftir úrslitum í öðrum flokkum.

4 ummæli:

Regnhlif sagði...

Úbbs. Flokkurinn heitir víst LAS chicas. Ekki MIS chicas

Nafnlaus sagði...

Haha þú ert svo fyndin. :D Ég bíð spennt :P

Nafnlaus sagði...

hurðu mig nú vinan! ég er með hvorki meira né minna en 42 færslur á árinu... helvítis blog.central er að gera mér lífið leitt... er alvarlega að spá í að skilja við þá!!!
þannig að ég er í 4 sæti!!! og hananú!

Fríða sagði...

þetta líst mér vel á :) Með fyrirvara um talnablindu dómarans þá tel ég mig nokkuð sigurstranglega í mínum flokki