miðvikudagur, október 17, 2007

688.færsla. Bloggverðlaunin 2007 II hluti

Jæja, nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir!! Bloggverðlaunin halda áfram.

Áður en lengra er haldið er rétt að koma með athugasemd varðandi keppnina í gær. Samkvæmt upplýsingum dómara skrifaði Erla M D 42 færslur á árinu. Sem færir hana í fjórða sæti og þær Þóru, Ásu og Árnýju niður um eitt sæti.
Dómari sér sér ekki annað fært en að dæma blogcentrala úr keppni, þar sem erfitt er að finna eldri færslur á síðunni, nema keppendur sjálfir telji færslurnar og segi dómara fjöldann í kommentum. Niðurstöður slíkrar talningar verða aðeins taldar gildar ef dómari treystir keppandanum.

En vindum okkur að flokki dagsins í dag. Í dag verða úrslit kynnt í flokknum Flugfreyjudeildin!!!
Vúhú. Í þessum flokki eru samnemendur bloggarans úr fegursta og besta bekk Menntaskólans. Við stúlkurnar höfum frá menntaskólaárunum verið furðulega samstíga í námi og lífi svo það kemur ekki á óvart að ekki fjöldi bloggfærslna í þessum flokki var ótrúlega jafn, aðeins munaði 26 stigum á þeim besta og hinum versta (á móti 168 færslu mun í fyrsta flokknum).

Nokkrar athugasemdir:
-Einn keppandi skrifar á blogcentral. Hann er því ekki með í keppninni þar sem aðeins sjást síðustu 10 færslur.

-Bloggarinn sjálfur og dómari þessarar keppni tilheyrir vitaskuld líka þessum flokki. Hins vegar hafa niðurstöður bloggarans sjálfs birst í öðrum flokki, Las Chicas, og eftir að hafa lagst undir feld í tvær vikur ákvað dómari keppninnar að ekki væri hægt að dæma keppendur í fleiri en einum flokki. Bloggarinn er því dæmdur til þess að halda áfram keppni í flokki Las Chicas og engum öðrum.

-Einn keppandi á listanum er ekki með blogg heldur myspace. Þrátt fyrir að keppandinn bloggi stundum á þá síðu var ákveðið að taka hann ekki með í niðurstöðurnar þar sem vafamál er hvort telja eigi þessa síðu sem blogg eða ekki. Hann var því dæmdur úr keppni af tæknilegum ástæðum.


En loksins koma niðurstöðurnar. Dudduru du du du [trompetsóló]

Ííí.... þriðja sæti er.... með 36 stig.... sálfræðingurinn og blaðamaðurinn... María M J
Gefum henni gott klapp.

Þá er komið að öðru sætinu. Með fjórum stigum hærra en 3. sætið og fjórum stigum lægra en 1. sætið..... er..... sjálfur cisv-félagi dómarans og tilvonandi brúður.... Sólrún M Þ (man ekki tilvonandi ættarnafn) með 40 stig.
Gefum henni gott klapp. Glæsilegt. Vonum að hún komi sterk inn aftur sem frú.

Nú er ekki eftir neinu að bíða. Við höfum öll beðið spennt og nú er komið að úrslitunum.
Sigurvegari í flokknum Flugfreyjudeildin er..... engin önnur eeeeen ... Madrídarfélaginn og sendiráðsstarfsmaðurinn..... Alma S með hvorki meira né minna en 44 færslur.

Gefum sigurvegaranum gott klapp og óskum henni til hamingju með sigurinn!!

Önnur úrslit:
4. sæti: Sólveig H S með 26 stig. Þetta verður að teljast einstaklega góður árangur þar sem Sólveig byrjaði ekki að blogga fyrr en í apríl. Efnilegur nýliði. Fylgjumst spennt með hvernig henni mun ganga að ári.

5. sæti: Þorsteina S A með 25 stig.

6. sæti: Olga K V með 20 stig.

7. sæti: Þórhildur Ó H með 18 stig.

Eins og áhorfendur taka eftir þá eru stig í þessum flokki ekkert sérstaklega há. Verðlaunahafarnir eru allir með mun lægri stig en í verðlaunahafar í fyrsta flokknum. Samt sem áður var þetta virkilega spennandi keppni og ekki útséð með úrslitin fyrr en rétt undir lokin.

Sjáumst á morgun en þá birtast úrslit í Frænkum. Takk fyrir að sinni.

8 ummæli:

Regnhlif sagði...

Letrið á ekki að vera svona lítið undir lokin... en vill ekki breytast til baka.

Alma sagði...

Jei, gaman að vinna en kannski pínulítið skammarlegt þar sem ég hef verið ótrúlega blogglöt að undanförnu. Hvað er í verðlaun?

Regnhlif sagði...

Það er ekki búið að ákveða verðlaunin......

María Margrét sagði...

Ji minn hvað ég er að fíla þessa keppni! Svo er ég bara nokkuð ánægð með árangurinn minn :) Til hamingju Alma njóttu sigursins núna því ég stefni á að sigra á næsta ári múhahaha...

Regnhlif sagði...

Já María.... ég sé þig alveg koma sterka inn á næsta ári...

Þórhildur Hagalín sagði...

þú ert frábær hlíf, fékkst mig næstum til að langa að blogga í fyrsta sinn í langan langan tíma... (",)

Þórhildur Hagalín sagði...

þú ert frábær hlíf, fékkst mig næstum til að langa að blogga í fyrsta sinn í langan langan tíma... (",)

Nafnlaus sagði...

Geggjað að verma 4.sætið:D
Sniðug bloggkeppni hjá þér Hlíf mín hehe... já það má segja að mitt unga blogg fari vel af stað:)