751.færsla. bók
Ég fann því miður ekki Sögu Kópavogs á bókamarkaðinum. En ég fann hins vegar þessar:
Svo fögur bein e. Alice Sebold (fannst hún frábær þegar ég las hana)
Oliver Twist. Charles Dickens (elska Óliver, söngleikinn, hef alltaf fílað Dickens)
Bjargvætturinn í grasinu e. J.D. Salinger (búin að vera á leiðinnni að lesa þessa í mörg mörg ár)
Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón e. Vigdísi Grímsdóttur (mj. ódýr og hef aldrei lesið, hálfgerð klassík)
Tvær teiknimyndasögur, man bara ekki alveg hvaða, önnur var a.m.k. Lukku Láki (draumur minn er að eiga stórt safn teiknimyndasagna)
(= 4040 kr.)
Góðu fréttir gærdagsins eru að skórinn sem ég týndi á árshátíðinni um síðustu helgi er fundinn. Jess!
4 ummæli:
Öskubuska fékk líka sinn um síðir.
hvernig fórstu að því að týna bara einum skó?
með þessu áframhaldi þurfið þið að bora mikið í veggina á Garði til að setja mikið af bókahillum á þá. Þetta gæti orðið vandamál
Sko, ég tók með mér auka skópar ef ég skyldi verða of þreytt á hælaskónum...
Skrifa ummæli