mánudagur, mars 10, 2008

753.færsla. Pirahã

Sem ég wikipediaði eitthvað hugtak lenti ég á grein um Pirahã, og varð aðeins að kíkja á hana (það var sko fyrirlestur um þetta tungumál á ráðstefnunni sem ég fór á í London síðasta haust, en ég mætti víst ekki (eða var sofandi á fyrirlestrinum)), og ómg. hvað þetta er skrítið tungumál!

(talað af um 150 manns, sem þó eru eintyngdir, í Brasilíu)

Til dæmis er sama orðið notað yfir mömmu og pabba. Ætli þetta sé mjög jafnrétt þjóðfélag? Ætli kynhlutverkin séu það svipuð að mamma og pabbi sé nákvæmlega það sama? Kannski ekki, en þetta myndi örugglega hjálpa til við að jafnrétta þjóðfélög. Og kæmi sér líka vel í nútíma kjarnafjölskyldum þar sem sumir eiga eina mömmu og einn pabba, sumir tvær mömmur, aðrir tvö pabba, eða bara annað hvort, eða 3-4 stykki af mömmu/pabba. Samt. Sökkar það ekki að geta ekki aðgreint hvert af foreldrunum maður á við?

Annað skrítið en skemmtilegt við þetta tungumál er að það hefur víst engin töluorð! Það eru aðeins til 3 orð sem gefa nokkurn vegin til kynna fjölda (margir, nokkrir, fáir)... Sagan segir að fólkið hafi beðið málfræðinginn sem rannsakaði tungumálið að kenna því að telja svo það yrði ekki hlunnfarið í viðskiptum, en eftir langa mæðu gafst það upp og gat ekki einu sinni lært að leggja saman 1+1.

Svo eiga þau engin litarorð. Bara orð sem lýsa ljósu eða dökku!

Og þetta eru bara nokkrir hlutir. Þið getið lesið meira á wikipediu

Mér finnst alveg óumræðanlega skemmtilegt að fræðast um svona skrítin tungumál sem fara algjörlega á skjön við það sem okkur finnst sjálfsagt að gildi um öll tungumál. Ég meina, hverjum hefði dottið í hug að tungumál ætti engin litarorð eða töluorð?

Ef einhver veit um eitthvað prójekt sem vill senda mig á einhvern framandi stað til þess að rannsaka eitthvað lítt rannsakað frumbyggjamál þá er ég til!!

Engin ummæli: