þriðjudagur, mars 11, 2008

754.færsla.

Ég dregst undarlega að bloggum sem pirra mig. Það er eins og ég verði að lesa "hvaða vitleysu hann/hún skrifar í dag" og verð svo rosa pirruð á því hvað bloggarinn er pirrandi, eða pirruð á því að bloggið hafi ekki verið neitt pirrandi þennan daginn. Svo hugsa ég upp, og skrifa stundum, færslur um það sem pirrar mig. Úr þessu verður einn stór hringur. Leiðinlegur og pirrandi vítahringur frá helvíti.

Ég er að taka tennur. Hlýt að vera elsta manneskja í heimi til að taka tennur. Kem mér ekki að því að panta tíma hjá tannlækni til að láta rífa greyið úr. Ástæðurnar eru nokkrar: Mér hrýs hugur við því að þurfa að punga út peningum sem eru að minnsta kosti jafn mikið og ég hef til framfærslu á mánuði (sem er mjööög lítið reyndar um þessar mundir (25.000)), ég veit ég er líka með skemmd, og ég er ekki hrifin af sársauka. Oh. Sorglegt.

[uppdeit. Sjett. Ég var að leiðrétta alvarlega númeravillu. Ég hafði tvisvar í síðustu bloggum merkt tvær færslur með sama númeri. Þessi færsla var merkt númer 752... en nú er ég búin að laga. Svakaleg þessi talnablinda]

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú bara smábarn miðað við mömmu sem fékk sína eftir fertugt...
Snúra

Nafnlaus sagði...

núnú kúl. ég held svona pínu að ég sé að taka tennur. aftur. skil það samt ekki.
bloggið þitt pirrar mig ekki. nema ein færsla um daginn samt. þetta með hvað fékkst þú? ég fékk 10. Hehe :)