fimmtudagur, mars 27, 2008

761.færlsa. át

Ég hef greinilega étið yfir mig í hádeginu. Fyrst klukkan er orðin 5 og ég ekki orðin svöng ennþá.

Reyndar borðaði ég ekki fyrr en að verað 2 svo þetta er kannski ekki svo skrítið.

Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að ég át yfir mig. Mér er bumbult. Og með hvítlauksvelgju. Þetta var sko afgangur frá því í gærkvöldi. Ég á það til að elda fyrir hundrað manns þegar ég elda fyrir okkur Einar (skemmtileg tvíræðni hér, en reglur um stóra stafi og litla eyðileggja hana því miður í ritmáli). Sérstaklega á ég erfitt með mat sem stækkar í vatni, þ.e. hrísgrjón, pasta og hvað heitir þetta, pestó, nei þarna u uuuu, sko umm hummus, nei trallalllalllala hva uu andskotinn! Þetta er svona lítið dæmi sem stækkar í vatni, indverskt (skrifaði fyrst yndverskt. En hvað það væri yndislegt ef það væri skrifað svoleiðis). Heppin eruð þið að ég skuli ekki vera alvaldur því þá myndi ég vera fljót að útrýma ufsiloninu blessuðu úr íslenskunni. Ég er sko að skrifa upp viðtöl, með þögnum og hikorðum og öllu saman, þess vegna skrifa ég núna nákvæmlega eins og ég hugsa, vil ekki detta úr gírnum sko.

En man einhver hvað þetta heitir? Þarf ekki að sjóða, bara liggja í heitu vatni. Allavega tegundin sem ég á.

Áðan sá ég stúlku með blæju hérna á Hlöðunni. Það er ekki algeng sjón beinlínis. Enda starði ég svo mikð á hana að ég gekk á stól. Ég var samt í alvörunni bara að pæla í höfuðklútnum því þetta var nákvæmlega eins klútur og ég keypti einu sinni á lestarstöð á leiðinni heim úr Háskólanum á Spáni. Fyrir slikk. Kostaði skíð og ingenting. Nema minn er bleikur en hennar er rauður. Rosalega dónalegt samt sem áður að stara svona á fólk. Hún hefur örugglega haldið að ég væri að stara á hana út af blæjunni. Sem ég var náttúrulega að gera en bara sko skiljiði. Á klútinn sjálfan.

Kúskús!!

11 ummæli:

Regnhlif sagði...

Merkilegt hvað það er erfitt að skrifa "færsla" rétt. Þetta var samt svona hugsanagubb svo ég vil ekki leiðrétta innsláttarvillur.

Ekki það að ég myndi nenna því þó þetta væri ekki hugsanagubb...

Vitiði það að maður á annaðhvort að skrifa "þó að" eða "þótt" en ég skrifa yfirleitt bara "þó".

Regnhlif sagði...

Kannski samt heitir þetta ekki blæja, af því að þetta var bara yfir hárinu ekki andlitinu.

Sjett hvað ég er ófróð.

Og þetta er ekki fréttnæmt. Vil taka það fram. Mér fannst bara fyndið að ég skyldi labba á stól, þegar ég ætlaði að kíkja voða laumulega á það hvort klúturinn væri eins og minn.

Nafnlaus sagði...

Slæða?

Ásta & allir sagði...

tørklæde?

Her a norrebro er reyndar fatt venjulegra en slæduklæddar konur. Eg stari lika stundum, thvi mer finnst oft svo oskaplega fallegar slædurnar. Svo eru thær oft med blundu innanundir i odrum lit.

Mest ef eg velt fyrir mer tækninni vid ad festa slædurnar svona thett. Thad eru greinilega til serstakir pinnar/nælur. Minna dalitid a tituprona med kuluhofud, en hef lika sed svoleidis med munstri eda skrauti a.

Reyndar finnst mer burkurnar med skosidum fotum og netinu minna fint. En thad er lika yfirleitt kolsvart. (nema einstaka sinnum hef eg sed thær i dokkgrænum eda brunum alklædnadi, held thær hafi verid fra einhverju afrikuriki)

Nafnlaus sagði...

Kúskús setur maður í heitt vatn og þá belgist það út

Nafnlaus sagði...

Strangt til tekið heitir þetta hijab (ég er sko búin að fá marga fyrirlestra í mun á hijab, burka, og öllu hinu)

Mér finnst fyndast þegar klúturinn stendur aðeins fram yfir hausinn, þá er yfirleitt svona plast der sem heldur klútnum stífum út yfir hausinn. Svo eru nottla margar mismunandi leiðir að binda þetta dót.

Fríða sagði...

Þessi stíll er svo skemmtilegur, að skrifa eins og maður hugsar. Þið Nanna eruð snillingar í þessu. Heitir hann eitthvað? Ég veit.. hugstíll :)

Nafnlaus sagði...

Heh já ég skrifa svooo oft færsla vitlaust. Það er ótrúlega erfitt orð.

Nafnlaus sagði...

Hvahh. Þá áttir auðvitað að vinda þér rösklega að stúlkunni, gerir ekkert þó að enhver húsgögn fari um koll í leiðinni, og segja: Komdu sæl, mikið er skuplan þín falleg, ég á svona einmitt líka, bara annan lit!
Málið dautt.

siggaligg sagði...

Já vá þetta var rosalega skemmtilegt ráð, þetta næsta fyrir ofan mína ath.semd. Og orðið skupla...unaður, héðan í frá nota ég það yfir blæju sem ég veit ekki alveg hvort er blæja eða slæða.

Regnhlif sagði...

Já, skupla er flott orð.