miðvikudagur, apríl 02, 2008

764.færsla. blögg

Ég er með algjört ógeð á bloggum um "þjóðfélagsmál". Ógeð á pólitíkusum að rífast í Kastljósinu (þó ég hafi ekki horft á það lengi). Ógeð á fréttum af kreppu og umfjöllun um umfjöllun erlendra fjölmiðla um íslenskt efnahagsástand. Mig langar bara að vera í friði í minni sápukúlu ... án þess að þetta röfl sé að trufla mig.

Hins vegar elska ég blogg um samskipti fólks við t.d. börnin sín. Eða vinnufélagana. eða vinina. Eða skemmtilegar sögur úr hversdagsleikanum. Eða hálf-kaldhæðnislegar færslur um ill örlög bloggarans. Sumir geta líka bara talið upp það sem þeir gerðu þann eða hinn daginn, en komið því einhvern vegin svo skemmtilega frá sér. Ég vil sem sagt persónulegt-ófréttatengt blogg.

Svo myndi ég helst líka vilja að aðdáendakórar myndu aðeins lækka í sér. Auðvitað vill bloggarinn gjarnan vita ef fólki finnst gaman að lesa bloggið þess, en þarf sama fólkið alltaf að segja við hverja einustu færslu "frábært blogg hjá þér" eða bara "kvitt"? Mér finnst þetta eiginlega bara vera sleikjuskapur... skiljiði. Mörg af bloggunum sem ég les finnst mér nær undantekningalaust mjög skemmtileg. Ég tilkynni það ekki í hvert einasta skipti, heldur spara það þangað til færslurnar eru extra skemmtilegar, og reikna með því að bloggarinn fatti að mér finnist bloggið almennt séð skemmtilegt, svona út frá því t.d. að ég kíki á hverjum degi og kommenti oft. Ekki það. Mér þætti örugglega alveg gaman að fá 60 komment við hverja færslu hjá mér sem væru öll bara "Oh, Hlíf þú ert svo æðisleg-Hvenær kemur bókin". En ég fæ það ekki. Bara nokkur komment af skyldurækni vina og ættingja [vanþakklát]. Grenj.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Servidor, I hope you enjoy. The address is http://servidor-brasil.blogspot.com. A hug.

asa sagði...

vá hvað þessi var að reyna kommenta mikið bull - og reyna slá um sig með ensku hjali. a hug bug Hata þegar fólk reynir að nota blogg til að slá um sig, og gera sjálfann sig að þvi sem það vill að aðrir sjái. hata það. þitt blogg er ekki þannig.

þetta var ekki sleikjuskapur
ása

Fríða sagði...

er fyrsta kommentið ekki örugglega spam? Ja, það passar nú ágætlega við færsluna hihi. Ég þurfti nú að lesa þetta nokkrum sinnum áður en ég fattaði að þú varst líklega að tala um að þú þyldir ekki kommentahala í annarra manna bloggum, ekki þínu eigin, þar sem allir segja í löngum röðum að bloggarinn sé æði. Ég skil... held ég. Jæja, ég allavega er ekki að sækjast eftir þannig kommentum hjá mér. Aðferðin við að verða sér úti um þannig komment er að gera þetta sjálfur, velja út góð blogg, gjarna hjá bloggurum með brotna sjálfsmynd og bombardera hverja einustu færslu með svona einhverju... þú ert æði, luvv og eitt hvað þannig. Það gerir ekkert til þótt maður þekki fólkið ekki neitt. Bara betra jafnvel

Nafnlaus sagði...

kvitt :)

Regnhlif sagði...

Já... ég hef líklega ekki útskýrt nógu vel hvað ég meina hehe. En einmitt...sem sagt löng röð af lof-kommentum hjá öðrum bloggurum. ég myndi örugglega bara fíla það ef það væri hjá mér:)En nei, ég sækist ekki eftir slíku þó það sé auðvitað mjög gaman að heyra það ef fólki finnst maður skemmtilegur.

Haha, spamið kom á rosalega viðeigandi stað. Haha. Hefði ekki getað verið betra.

Ása. Já, veit hvað þú ert að tala um. Það hefur líka stundum farið í taugarnar á mér þegar ég skynja það að fólk sé að búa til einhverja gullmynd af sjálfu sér á blogginu. En ég held bara að það sé óhjákvæmilegt. Það gera það allir. Maður velur og hafnar hverju maður segir frá, þannig er maður í raun og vera að búa til einhvern karakter sem getur aldrei verið nákvæmlega það sem maður er í raunveruleikanum. Sumir hylla sjálfan sig, aðrir gera kannski mikið úr raunum sínum eða klaufaskap t.d, en hvort sem er þá er þetta alltaf einhvers konar skáldskaparpersóna.

"gaman að lesa bloggið þess" ! Hvaðan kemur þetta "þess". Verð að fara að venja mig á að lesa færslurnar yfir áður en ég set þær á netið. Sjitt. Þetta er ekki viðeigandi fyrir menn í minni stöðu. OK-bloggið mitt er ekki viðeignadi fyrir menn í minni stöðu (sko er ekki í neinni stöðu, bara þúst meistarnemi í ísl.... ekki traustvekjandi).

Regnhlif sagði...

Vó Hanna. Við vorum að skrifa kommentið á sama tíma. Nema ég var 5 mínútum lengur að skrifa mitt...enda var það svolítið langt:)

Nafnlaus sagði...

Var að sjá hérna við hliðna að þú ert bara með frænkur, ekki frændur. Er það af pólitískum ástæðum?
Kveðja

Regnhlif sagði...

Ég er lengi búin að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að bæta þér við á tenglalistann. Vil síður breyta "frænkum" í "skyldfólk" eða eitthvað því um líkt, það er ekki jafn skemmtilegt einhvern vegin. Þannig að ég hef íhugað það að bæta frændum bara undir flokkinn frænkur... Sum sé ekki pólitískt beint, en samt kannski smá angi af "máli beggja kynja" (með smá djóki inniföldu) þúst, ef konur geta verið ráðherrar, geta karlar þá ekki verið frænkur? Ok. Djók.

En þetta er sem sagt flókið vandamál.

asa sagði...

skil. ég skil þig. Þetta eru góðar pælingar. Ég er sparikommentari- nema þegar ég segi eh (óviðkomandi færslunni) og nota kommentakerfið sem skilaboðaskjóðu.

Annars, kvitta ég ef ég virkilega gleðst yfir ákveðnum færslum osfv. Þessi færsla hefur nú fengið 2 komment frá mér, sem ætti að þýða samkvæmt mínum staðli, mjög góð færsla og upplýsandi spjall manna á milli hér í kommentakerfinu.

Nafnlaus sagði...

Haha... mér finnst frá feminísku sjónarmiði (eða sko ekki mínu persónulega feminíska sjónarmiði heldur frekar þeirra sem kenna sig við þartilgert (eða þar til gert) félag) snilldarhugmynd að nota frænkur sem safnheiti fyrir allt skyldfólk. Mér finnst það engu verra en ráðfrúr eða umferðaljósa fígúrur í pilsum.

Ég bið þig að afsaka uppskrúfaðan stílinn, er að lesa 19. aldar bókmenntir og greina þær og get með engu móti hrisst þetta af mér! Mun eflaust bjóða yður en ekki þér te eða kaffi þegar að vér hittumst næst.

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði ekki að valda þér hugarangri. Ég veit að þú átt eftir að finna út úr þessu og mér finnst að þú ættir ekki að flýta þér. Ég skrifa heldur ekki svo oft á bloggið.

Nafnlaus sagði...

Ég er meir en til í að vera í dálki sem heitir frændur ef það gæti orðið til þess að leysa pólitíska hnúta:-) Svo er auðvitað hugsanlegt að: a. setja nafn Karenar í stað Óttars, hún er tvímælalaust frænka. b. búa til frændadálk, man nú í bili bara eftir Dúa og Bjarna auk Óttars, en þú átt líka móðurætt?
Ég set bara komment þegar mér liggur eitthvað á hjarta - sem er oft.

Regnhlif sagði...

já, ég veit bara ekkert um móðurættarblogg.

Ég gæti búið til sérdálk fyrir frændur. Jú, vissulega möguleiki. En þá þyrftu það allavega að vera þessir þrír. Færri en þrír verða bara að fara í "og hinir".

María Margrét sagði...

Þú ert æðisleg! Hvenær kemur bókin?? ;)

Nafnlaus sagði...

Æi, ég gleymdi alveg að spyrja um bókina.