föstudagur, apríl 11, 2008

770.færsla. æði

Á mig hefur runnið alvarlegt sauma-æði. Ég get ekki hugsað um neitt nema að sauma.

Ekki misskilja - ég kann ekkert að sauma sko. En hvað er að kunna? Með saumavélinni minni fylgdi bæklingur sem sýnir hvernig á að þræða vélina, spóla upp á spólu og hvernig maður stillir spor.

Síðustu daga hef ég saumað tvö pils - bara svona "upp úr mér", ekki eftir sniði. Hafði bara óljósa hugmynd um það hvernig ég ætlaði að gera þetta. Bar saman við önnur pils sem ég átti, klippti, saumaði, mátaði, lagaði. Og er bara nokkuð sátt við útkomuna. Pilsin voru reyndar ekkert eins og ég ætlaði mér upphaflega... en ég held þetta sé nothæft. Reyndar skil ég ekkert í því hvað þau eru stutt - þau áttu að vera síðari en stuttu pilsin sem ég á en kemst ekki í, en samt stutt sko, þau eru nefninlega ætluð fyrir Spánarferð í byrjun sumars - en svo enduðu þau bara alls ekkert síðari nema síður sé.

Svo er ég ægilega ánægð með að hafa getað stytt gallabuxur. Ég held þið áttið ykkur ekki á því, en mér finnst ég ÆGILEGA klár að geta gert þetta svona alveg sjálf. Hehh. Ekki flókið.

En núna langar mig svo að sauma meira. En helst verður það að vera eitthvað sem ég get bara búið til sjálf, ekki eitthvað fyrirfram sniðið og svona ... það er of heftandi fyrir sköpunargáfuna finnst mér alltaf. Sem er náttúrulega bara rugl. Ég get t.d. ekkert bara búið til buxur út í loftið. Ég þarf snið fyrir slíkt. Svo kann ég ekkert að festa rennilás og svoleiðis eitthvað. En mér finnst bara svo gaman að prófa mig áfram. Oh. Mig langar að sauuuma - NÚNA!

Er allavega mj. ánægð með að hafa fengið saumavél í 25 ára afmælisgjöf. Mér finnst það svo unaðslegt að eiga saumavél. Þó ég hafi ekki notað hana mikið. Bara tilhugsunin um að geta það ef mig skyldi langa. Mig langar núna. Núna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta líkar mér vel:-)

Solla sagði...

gott hja ther ! thad er svoooo gaman ad sauma ! er reyndar forfallinn prjonafikill thessa dagana og laet saumavelina (sem eg fekk btw. LIKA i 25 ara afmaelisgjof;);)) rykfalla svolitid a medan. Sauma heldur ekkert eftir snidum - kann thad ad visu en finnst hitt miklu meira spennandi.

Alma sagði...

Oh, mig langar eiginlega bara að sauma eftir að hafa lesið þetta.