774.færsla.fyrirboði
Það setur að mér dálítinn ugg vegna frétta af rútuslysi á Spáni þar sem (a.m.k.?) 7 finnar létust. Slysið varð milli Fuengirola og Torremolinos. Við erum að fara til Fuengirola... en ætluðum faktískt séð til Torre (þar sem við systur höfum báðar búið), en hótelið var bara meira freistandi í Fuengirola, og þetta er allt sama tóbakið þannig séð. Þetta hljómar svolítið eins og illur fyrirboði: staðirnir sem komu við sögu, og svo þjóðerni þeirra slösuðu, en skv. útlendingum, sérstaklega spánverjum, er Ísland og Finnland nákvæmlega sama land. Lenti einu sinni í mjög þrúgandi samræðum við mann á torgi í Madríd sem þráspurði mig hvort ég væri frá Helskinki eða öðrum finnskum borgum og ég svaraði í sífellu "nei, ég er íslensk", án þess að það virtist kvikna á nokkru skilningsljósi hjá manngreyinu. Þetta var þó kannski skárra en þegar "vinur minn", afgreiðslumaðurinn á kebabstaðnum mínum, kom alveg af fjöllum yfir þeim fréttum að í Atlantshafinu væri eyja sem héti Ísland. En ég erfði það ekkert við hann... kók og kebab á 260 kall var alveg þess virði.
En aftur að illa fyrirboðanum. Ég held ég sé ekkert að taka mark á honum. Áður en ég fór til Madrídar fékk ég sko illan fyrirboða. Daginn sem ég skilaði inn umsókninni að erasmusstyrknum, og skrifaði inn Madríd sem fyrsta val og Alcala de Henares sem annað val, komu fréttir af hryðjuverkasprengingum í lestum sem voru á leið frá (jú svei mér þá) Alcala de Henares til Madrídar. En þar snérust sko vopnin aldeilis í höndum almættisins því ég hlustaði ekkert á fyrirboðann og hlaut að launum mj. frábæran tíma. Kannski var þessi illi fyrirboði samt bara námslega séð, því ég lærði frekar lítið þarna úti og varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu að falla í prófi. Bölvaður svitakennari. Þið vitið, stundum fær fólk smá svitablett undir höndunum en þessir blettir voru svo stórir hjá þessum kennara að þeir sameinuðust. Og hann sem hneykslaðist á því að ég væri að hnerra, af því að ég væri íslensk og mér gæti því ekki mögulega verið kalt. Ég hefði kannski átt að svara, bíddu, ert þú ekki spænskur, af hverju svitnarðu svona mikið? Ég má tala illa um hann, hann felldi mig. Ok. skal viðurkenna það: átti ekki skilið fyrir fimm aura að ná...
En að öðru leyti mj. góð upplifun allt saman. Skemmtilegt fólk. Skemmtileg partý. Skemmtilegar ferðir. Ódýr kebab.
Þannig að ég ætla ekkert að taka þessu sem illum fyrirboða. Heldur góðum. Fall er fararheill...eða þannig sko.
8 ummæli:
Nákvæmlega! Hefðið sko alveg eins getað verið rúta með íslenskum túrhestum....en common, hverjar eru líkurnar á því að slíkt slys endurtaki sig - svo fljótt? Hmm...annars getum við líka bara tekið leigara af og á flugvöllinn :) Hlökkum við ekki bara til? Sól....
Endemis bjálfi hefur þessi kennari verið!
Gordita: Ég er farin að hlakka ÝKT til :):):) Ehpanja!!
Ella: nákvæmlega.
Ömurlegt þetta slys!
En já, ég styð þig nú alveg 100% í því að þessi kennari var fáviti. Manstu þegar hann skammaði okkur af því að við brostum eða sögðum nokkur orð í tíma? Hvernig var þetta aftur? Og við vorum ekki neitt að hrópa...ég var samt búin að gleyma svitablettunum. Oj, ég vil eiginlega ekki hugsa um þennan karlbjálfa.
Það var af því að það kom fyrir "Reykjavík" eða "Ísland" í einhverju ljóði sem við vorum að lesa öll saman, svo við hvísluðum einhverju og hlógum. Þá var hann eitthvað: "Companeros- þessi tími er ekki til að hlæja að" eða eitthvað:)
já, það er rétt. Fyndið að maður hugsi ekki bara núna: ,,æi hvað ég var vitlaus að láta hann fara í taugarnar á mér!" Ég verð enn pirruð af að minnast hans...pínu leim.
já, það er leim:) hahaha. Hann fór samt ekki jafn mikið í taugarnar á mér og morfobitchið haha
Hahaha, ég man einmitt eftir thessum umsóknarinnskilunardegi... thetta var einmitt Alcalá, thar sem ég var ad fara... thad var aldeilis skemmtilegt ad sannfaera mommu.
Ég laerdi eiginlega ekki neitt heldur thessa onn, en er aldeilis ad vinna thad upp hér í Santiago, fae ad púla fyrir thessum orfáu einingum...
bid ad heilsa:)
Skrifa ummæli