776.færsla. vasos
Þegar ég fór að hanga heima hjá Einari þá átti hann eitthvað lítið af glösum. Kannski 3. Ég heimtaði fleiri glös og fjögur stór glös voru keypt, fjögur lítil glös og sex glös á fæti. Nú eru bara eftir tvö stór glös, þrjú lítil og fimm á fæti. Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að fara að bregða á ráðið sem við fundum upp á í Sala forðum daga: að stela glösum á skemmtistöðum. Þá fórum við náttúrulega oft í viku á djammið og vorum orðnar ansi lúnknar í því að láta eitt og eitt glas hverfa ofan í tösku... svo bönnuðum við skæðasta glasabrjótnum að nota glerglös heima hehe.
Oh, já, those were the days. Maður verður að lifa á fornri frægð, eða öllu heldur skemmtun. Nú er maður orðinn gamall, leiðinlegur og óspennandi. Ég meina, kommon, ég er að blogga um glös.
p.s er mjög móðguð út í vigtina í dag.
9 ummæli:
Kannski þín vigt sé í samráði með minni vigt. Hún gerir ekkert annað en að drulla yfir mig í þau skipti sem ég stíg á hennar eðal rassgat (ég er viss um að hún snúi í mig rassinum en ekki maganum, hún hatar mig).
Svo geng ég bara um eins og rúllupysla í öllum fötunum mínum þar sem ég finn engin ný og get því ekkert notað afmælispeningana mína í ný föt heldur bara sem bókamerki.
Þetta eru örugglega samantekin ráð hjá rassavigtunum.
En annars á maður ekkert að vera að hlusta á þessar vigtar.... þær eru bara rugludallar.
Hæhæ Hlíf, jú mér fannst bara bilað gaman í afróinu. Ég var nú líka eins og hálfviti að dansa þetta....but who cares? Ég held að það hafi enginn verið að spá í hvernig hinir litu út. En já við sjáumst á morgun í afróinu...ég ætla allavega að mæta. Heyrðu má ég bæta þér inn í bloggarahópinn minn? Hafðu það gott...kveðja Þóra Robbakona
Vá vissi ekki að þú værir ennþá með blogg.. Er alveg hætt að lesa blogg hjá ykkur stelpunum. Ætti kannski að byrja á því ..
Auðvitað máttu það, Þóra (úff... enn ein Þóran:)).
Sigrún, jáááá... við erum eiginlega allar ennþá með blogg, haha. Nema Gebbó, hennar er víst dautt:)
Hvahh, taktu glösin úr vösunum manneskja áður en þú prílar upp á vigtina.
Ég átti fleiri en þrjú glös!
Svo heimtaðir þú ekkert glös (þetta hljómar eins og ég hafi harðneitað). Við vorum sammála um að það vantaði glös.
Nei, orðalagið "heimtaði glös" vísar í að ég sé frek, en ekki að þú hafir harðneitað.
Skrifa ummæli