miðvikudagur, apríl 30, 2008

778.færsla.

Jón er hommi. Sá ég að stendur skrifað á brunahana hér í nágrenninu. Upplýsandi.

Einu sinni greip mig svakaleg veggjakrotslöngun. Þá var ég á að giska 12 ára. Ég varð að láta undan löngununni og skrifaði því „Hjalló best“... með puttanum í snjóinn.

Í seinni tíð hef ég að mestu látið skemmdarverkin vera. Fyrir utan einu sinni þegar ég gat ekki á mér setið að leiðrétta stafsetningarvillu annars krotara á klósetti einhvers öldurhússins hér í bæ. Ég virðist reyndar ekki vera ein um þess konar langanir, því ég hef oftar en einu sinni séð leiðréttingu á veggjakroti á klósettvegg.

Jú, svo á klóinu í UAM, háskólanum mínum í Madríd, þá langaði mig mjög oft að blanda mér í umræðurnar um fóstureyðingu á klósettveggjunum. Increíble.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú hefur nú samt ekki látið þitt eftir liggja í kroti með blómum!!!! ;)

Snóra

Alma sagði...

Það var nú örugglega ekkert pláss fyrir meira krot á salernunum í UAM.

Regnhlif sagði...

já, rétt.

Gunnar sagði...

Hér í Höfn er hommaveggjakrotið miklu menningarlegra, sbr.:
http://skjalgr.blogspot.com/2008/04/s-t-um-glugga-rnastofnunar-12-aprl-2008.html

Hilsen,
Gunnar Heimisvinur

Gunnar sagði...

Kannski virkar þetta betur

Nafnlaus sagði...

Skammastu þín að vera að skemma snjóinn.

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvort ég get unnið með villingum eins og þér.

Ég hef aldrei einu sinni fundið fyrir veggjakrotslöngun.

Ég hef hins vegar gert fullt af öðrum hlutum sem ekki má.

Kannski er það frekar þú sem getur ekki unnið með villingum eins og mér.

Annars er ég að fara í forna málið II á morgun. Þ.e. próf.

Þú ættir kannski að óska mér suerte. Eða segja 'que le vaya bien'.

Þarf núna að fara að æla af stressi.

Vildi að ég hefði lært almennilega fyrir þetta helvíti.

Regnhlif sagði...

Haha. Nokkuð gott veggjakrot. Kannski var þetta íslenska líka (ó)menningarlegt veggjakrot og vísaði í Jón Sigurðsson (er hommi). Hvað veit maður.

Díana. (ég er ógeðslega wild) Que tengas suerte! En ég þarf ekkert að óska þér góðs gengis. Ég veit að þér á eftir að ganga vel. Að minnsta kosti sæmilega!! :) Ekki vera of stressuð og notaðu bara hyggjuvitið ef þú veist ekki eitthvað.