föstudagur, maí 16, 2008

784.færsla. familiar


Ég gleymdi alveg að segja frá því að minnsti frændi var skírður á sunnudaginn. Hann fékk nafnið Garðar Þorri, en Garðar er í höfuðið á föðurafa hans, og Þorri í höfuðið á fæðingardeginum hans... því að hann fæddist á bóndadaginn - ALVEG EINS OG ÉG - og hlýt ég því að eiga ansi mikið í honum.

Flestar myndirnar sem ég tók voru óskýrar en ég læt samt nokkar flakka.

Hér er litla fjölskyldan (af hverju eru fjölskyldur alltaf "litlar" þegar börnin eru lítil... fjögurra manneskja fjölskylda (fimm með Sámi) er nú bara svona eðlileg stærð í dag), presturinn og hnakkinn á Adda bró sem spilaði undir í sálmunum. Ég verð meyrari og meyrari með hverju árinu sem líður. Núna gat ég ekki sungið eina línu af "Ó blíði Jesús" áður en ég var farin að klökkna. Í síðust skírn hélt ég út alveg þangað til einhver kona fór að syngja "Hvert örstutt spor".



Þessi verður líka að fá að birtast þó óskýr sé, því að mér finnst systkinin svo sæt, halda hvort utan um annað (fyrir aftan pabba sinn).



Hálf áhyggjufullur yfir þessu öllu saman:



Svo fyrst ég er byrjuð læt ég bara fleiri myndir frá öðrum tækifærum flakka. Verð að taka fram að ég hef sökkað í myndatökum upp á síðkastið. Þ.e.a.s. hef ekki tekið mikið af myndum... held ég sé samt hugsanlega að komast í gírinn aftur.

Ég og Magga Anna. Mikil ósköp er ég með stóran haus.



Og "afginin"



Meine Mutter und mein "Freund"



Klassískt mótíf



Fótboltaspilið!!! Guðný Magga og Anna keppa á meðan Tómas (sem rétt nær yfir borðið) fylgist með. Hann er dyggur stuðningsmaður þess sem er með fleiri mörk í það skiptið.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi það eru bara allar fjölskyldur litlar núorðið. Annað en í okkar ungdæmi.

Nafnlaus sagði...

Afgin!!!
Þá hljóta líka að vera til afgar, ömmgur og ömmgin.
Skemmtilegt.

Alma sagði...

mmm girnó kaka...mmmm

Nafnlaus sagði...

Falleg fjölskylda sem þú átt. Mér finnst fjölskyldur það besta sem til er í heiminum.

Og sjá þennan litla nýskírða kút. Bústinn og bjartur.

Það klingir svoleiðis í eggjastokkunum mínum að nágrannar eru farnir að kvarta yfir hávaða.

Og ekki bætir það úr skák að Rakelita leggur reglulega hönd á maga minn og segir Júlíus litlabróður sinn vera að lúlla sér þar inni. Alveg gallhörð á því.

Það væri yndislegt ef svo væri.

Annars er ég bara svo þakklát fyrir rauðhaus sem elskar mig eins og ég er. Og finnst ekkert pirrandi hvað ég er æst manneskja.

Farin að njóta þess að vera í fríi, barn á leikskóla, kona í vinnu.

Vonandi get ég svo farið að byrja að vinna bráðum. Hvenær kemurðu frá Spáni?

Regnhlif sagði...

já einmitt Óttar, og það vantar þessi orð.

Drr: Ég held þið Hrund verðið að fara að gera eitthvað í þessu svo nágrannarnir fari ekki að hringja á lögguna vegna hávaða.
Ég kem heim frá Espana 5. júní, en fer svo til Edinborgar 10. júní.... svo ég verð lítið í vinnu frá 22. maí til 15. júní.

Nafnlaus sagði...

Búin að tala við Jóhannes Gísla, verð líklega í innsláttarverkefninu og byrja einhvern tíma í næstu viku. Allt í einu voru bara tvö en ekki þrjú verkefni í boði og átti að deila þeim á þrjá starfsmenn. Svo er ein búin að ráða sig á Moggann svo kannski er bara of mikil vinna fyrir of fáa starfsmenn.

Og greyið Eiríkur var bara að drukkna í vinnu og gleymdi þessu.

Ég þarf sem sagt að æfa mig í að vinna án þín. Það er ágætt. Vonandi verður eittthvað af fólki að vinna með okkur.

Regnhlif sagði...

Það eru tvær af fyrsta árinu byrjaðar að vinna. Svo þú verður a.m.k. ekki ein... held þetta verði bara gott sumar:)

Nafnlaus sagði...

Klæðir Anna sig oft í stíl við veggina í kring um sig? Flott.

Regnhlif sagði...

Já, Anna er mjög lekker manneskja og passar sig á að vera í stíl við umhverfi sitt.