786.færsla.skjálfandi
Ég er rosalega glöð að jarðskjálftinn sem ég fann í gærkvöldi hafi verið jarðskjálfti en ekki ég að verða geðveik. Var nýlögst upp í rúm, til Möggu litlu sem var í næturpössun, og þá skyndilega var eins og bíll hefði keyrt á húsið. Rauk upp og spurði Einar (sem var í tölvunni) en hann fann ekki neitt.
Svakalegt samt hvað maður finnur þetta miklu sterkar svona uppi á fimmtu hæð. Minnir mig á seinni skjálftann 2000, en þá var ég einmitt uppi á 4. hæð og fann hann fáránlega vel, miklu betur en skjálftann á 17.júní.
Öðruvísi mér áður brá. Ég var komin út að leika mér klukkan hálf níu á sunnudagsmorgni. Bjóst alveg eins við því að rekast á einhverja djammara á heimleið.
4 ummæli:
Af þessu má draga þá ályktun að þú sért ekki að verða geðveik og að maður finni ekki neitt ef maður er í tölvu.
Einmitt, eða eitthvað.
Hann föðurbróðir þinn ræddi þetta í hádegisfréttunum.
Ég sá einmitt nafnið hans í einhverri fréttinni.
Skrifa ummæli