mánudagur, maí 19, 2008

787.færsla. punktar

- ritgerðin
- Spánn á fimmtudag
- ekki búin að klára það sem ég ætlaði að vera búin að klára áður en ég fer út
- er ekki nálægt því að klára það sem ég ætlaði að vera búin að klára áður en ég fer út
- er að fara að grenja yfir því að vera ekki búin að klára það sem ég ætlaði að klára áður en ég fer út
- síðasti punktur var ýktur, en bara smá
- sé bara svona 200.000 hluti sem ég gæti skoðað og mér finnst vanta í þennan litla kafla sem ég er að reyna að skrifa í ritgerðinni
- á eftir að redda nokkrum hlutum áður en ég fer út
- má ekki hugsa um peninga því að þá verð ég þunglynd
- finnst það heil eilífð að fara frá kærastanum í tvær vikur
- er allt of feit til að sprikla um á bikiníi
- búin að sannfæra sjálfa mig um að brúnkukrem feli fitu
- búin að sauma mér bikinítopp og sundbolaefnis-umsveipunar-pils til þess að sveipa um mig á ströndinni til að fela verstu fitublettina
- þessir punktar áttu ekki að snúast um holdafar
- búin að skrifa tvisvar "púnktar" og leiðrétta í þessari færslu
- ekki búin að setja mig neitt inn í eurovision því að ég veit ekki hvort ég mun horfa á það
- einhvern tíman verður allt fyrst (sbr. næsti punktur fyrir ofan)
- er ekki lengur viss um að maður eigi að skrifa "punktur" en ekki "púnktur"
- af hverju er til svona andskoti mikið lesefni um fj.þolmynd?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brúnkukrem piff
Góða ferð líka :)

Ásta & allir sagði...

Iss þessi ferð á eftir að gefa þér nauðsynlega fjarlægð frá ritgerðinni, lyfta andanum upp á nýtt plan svo það mætti jafnvel færa rök fyrir því að það sé algjörlega í þágu verksins að þú sért að fara í sólina á spáni.

Maður á aldrei að hugsa of mikið um peninga...

Brúnkukrem er sniðugt af ýmsum ástæðum, estetískum og læknisfræðilegum og svo sparaðu líka dýrmætan tíma, færð að njóta lífsins í stað þess að flatmaga í sólbaði í örvæntingarfullri tilraun til að fá lit til að sanna að það hafi verið sól þar hahaha.

Ströndin er full af ókunnugu fólki og allir svo uppteknir af því að finnast þeir ekki nógu fínir að enginn sér neinn annan...

Eða það segi ég allavega sjálfri mér, sem heimta heitt sumar í danmörku og hlakka til að synda í söltum sjó. Það eru nefnilega fullt af ströndum hér í kring, bara rigndi burt í fyrra...

Njóttu þín í sól&sumaryl&sangríu&samba

Regnhlif sagði...

Já, veistu, ég er sammála þér, bara að njóta þess að vera í fríi og svona

Nafnlaus sagði...

Það hefur löngum sannað sig að það er bara hot að vera hvítur í heitum löndum.... í Tælandi maka dömurnar á sig kremum sem heita smellnum nöfnum eins og "melanin be gone" með SPF80 og býsnast svo yfir því að vestrænu konurnar smyrji sig í sólarolíu og veltist um á ströndinni í pínu bikiníum til að verða brúnar. Ég hef mikla persónulega reynslu af því að vera hvít á Spáni og ekki hefur það staðið mér fyrir þrifum hingað til.

Regnhlif sagði...

Neinei, sama segi ég:) Haha, fyndið með konurnar í Taílandi:)

Mín skoðun er samt sú að "brún" fita sé skárri en hvít fita. Og svo er þetta brúnkukrem sem ég er að tala um ekki einu sinni the real stuff sko, bara svona Dove body lotion með smá svona brúnkudæmi. Ég er bara svona aðeins gullnari en ég var, án þess að það sjáist samt beint. Rosa ánægð með þetta krem sko.

Nafnlaus sagði...

Þú ert falleg Hlíf.

Það verður yndislegt fyrir þig að komast í almennilegt frí.

Það verður erfitt að vera frá Einari en svo gott að koma aftur.

Og líka hitta mig auðvitað. Ég bíð þín með bros á vör og málæði í vinnunni.

Sjáumst.

Nafnlaus sagði...

Úff.