þriðjudagur, maí 20, 2008

fyrri undankeppnin

Irlande douze pointe!!! Klárlega besta lagið í kvöld!
Mér fannst Armenía líka í lagi, þó lagið væri hræðilega líkt laginu hennar Ruslönu gömlu. Og hún var hræðilega mjóróma eitthvað stundum. Hún hlýtur samt að fá einhver kynþokkastig.
Svo held ég líka svolítið með Dima, en aðallega vegna frammistöðu hans hérna um árið, þá hélt ég með honum. En það er eitthvað við hann

Belgia var viðbjóður kvöldsins. Shit. Casanova líka. Æ, svö mörg lög voru slæææm. Ef seinni keppnin verður álíka þá held ég bara að Eurobandið eigi góða möguleika.

Svona er þetta alltaf, þó ég hafi engar væntingar til Íslands fyrir fram þá bregst það ekki að þegar á hólminn er komið er ég alltaf viss um að við VINNUM.

Jæja, þá koma úrslitin.

Engin ummæli: