789.færsla. Hálfvitar!
Ég er brjáluð! Brjáluð! Irlande douze point! Hvað er málið! ARG.
Svo finnst mér að það ætti að vísa þeim áhorfendum sem púa úr sal. Djöfulsins hálfvitar.
Óþroskasaga ungrar stúlku á þrítugsaldri.
Ég er brjáluð! Brjáluð! Irlande douze point! Hvað er málið! ARG.
Svo finnst mér að það ætti að vísa þeim áhorfendum sem púa úr sal. Djöfulsins hálfvitar.
Þetta reit
Regnhlif
kl.
21:00
Flokkar eurovision
6 ummæli:
Hlíf, kommon! Kalkúnninn?
Mér fannst Bosnía með nokkuð smellið lag, ánægð með Norðmennina og Finnana og ísraelska lagið vandist furðu vel. Restin var meira eða minna skelfing. Eina ástæðan fyrir því að manni fannst Armenía fínt er að allt annað var svo vont að í samanaburði var það lag bara ágætt. Hún söng það samt illa.
Ég man ekki eftir Bosníu, var það parið í skrítnu fötunum? Ef svo er þá var ég ekki hrifin. Já, mér fannst norska lagið ágætt, finnska lagið fannst mér ekkert spes, ísraelska lagið fannst mér líka í lagi.
En klárlega var kjúklingurinn lang lang bestur. Ég meina það.
Ég hef áhyggjur af þér Hlíf :)
Ég er reyndar sammála með áhorfendur sem púa. Það er óvirðing við fólkið sem stendur á sviðinu, hvort sem það stendur þar af einlægni eða á einhverju flippi.
Ég bara sofnaði eftir þrjú lög og vaknaði þegar sigurvegararnir voru á sviðinu. En já, hvað er aað áhorfendum sem púa?! Oh...
Já, púið er ÓÞOLANDI! Skil ekkert í fullorðnu fólki sem lætur svona. Var undrandi að kalkúnninn kæmist ekki áfram þótt ég sé ekki heitur aðdáandi hans. Þessi fyrri riðill var annars frekar slappur á heildina, sá sem Ísland keppir í er betri. Hvenær ferðu út? Góða ferð og kysstu España frá mér.
Vodkan hennar Möltu var langflottust! En Tyrkland átti að vinna aðalkeppnina, engin spurning.
Skrifa ummæli