798.færsla. afmæli
Ég átti afmæli í gær...!!! 5 ára bloggafmæli. Sjett. Pæliði í því, 5 ár síðan ég byrjaði að blogga.
Ég er reyndar ekki alveg viss um að ég hafi byrjað að blogga í 7. júlí 2003. Færslan heitir nefninlega 7. júní, en skv. blogger er hún skrifuð 7. júlí. Ef ég á að segja alveg eins og er þá finnst mér eiginlega líklegra að rugludallurinn ég hafi ruglast á mánuðum heldur en að blogger hafi gert það. Þannig að hér eftir verður afmælisdagur míns svokallaða lífs 7. júlí. Gott að hafa þetta á hreinu. En pirrandi að mér skuli aldrei takast að muna eftir afmælinu á réttum degi.
6 ummæli:
til hamingju ;)
Til lukku með þann sjöunda eitthvað.
ég óska hinu svokallaða lífi þínu til hamingju með daginn :)
já, takk allesammen
Já sko ég á bloggafmæli 17. júní þannig að ég hef alltaf munað eftir því. Bæði tvö skiptin
Vá það er rosa sniðugt. Það er ekki bara einhver dagur
Skrifa ummæli